REMAX og Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu afar fallegt og vel skipulagt 205 fm parhús að Kumlamýri 2.
// HÚSIÐ ER TILBÚIÐ TIL AFHENDINGAR SAMHLIÐA KAUPSAMNINGI //
.: Kíktu í heimsókn, skoðaðu húsið í 3D :.Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum, einangrað að innan og steypt með svartri sjónsteypu að utan. Tobia Zambotti, innanhússhönnuður, veitti ráðgjöf við hönnun innréttinga, gólefnaval og litaval. Húsið skilast fullbúið að innan með vönduðum frágangi. Steypt bílainnkeyrsla, með snjóbræðslulögnum, tyrft lóð og steyptir stoðveggir. Húsið er úr svartri sjónsteypu sem gerir það ansi reisulegt.
Eignin skiptist með eftirfarandi hætti: Anddyri, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpshol, stofa/alrými, eldhús, geymsla, þvottahús og tvennar svalir.Nánari lýsing:Neðri hæð: Anddyri: Flísar á gólfi og fataskápur.
Geymsla: Flísar á gólfi.
Eldhús: Rúmgott, opið við stofu. Flísar á gólfi. Falleg eldhúsinnréttting með eyju. Bosch spanhelluborð í eyju með innbyggðu gufugleypi. Vaskur við glugga. Bosch bakaraofn í vinnuhæð, ásamt sambyggðum örbylgju-bakarofn. Innréttingin gerir ráð fyrir innbyggðri uppþvottavél og tvöföldum ísskáp.
Stofa/alrými: Rúmgóð, opin og björt stofa með aukinni lofthæð (3m uppí 6m) Niðurlímt fiskibeinaparket á gólfi. Rennihurð út í garð. 2m opnun.
Sjónvarpshol: Niðurlímt fiskibeinaparket á gólfi. Útgengt út í bakgarð.
Hjónaherbergi 01: 19,7 fm með fataherbergi. Niðurlímt fiskibeinaparket á gólfi
Þvottahús: Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Baðinnrétting, upphengt salerni og handaklæðaofn. Sérstaklega skemtilegur sturtuklefi með faldri lýsingu. Innbyggð blöndunartæki og tvöfaldur sturtuhaus.
Herbergi 02: Niðurlímt fiskibeinaparket á gólfi og fataskápur.
Efri hæð: Opið svæði yfir stofu/alrými. Stigi og alrými uppi: Teppalagt.
Bjart rými með fjórum þakgluggum.Herbergi 04: Teppi á gólfi og fataskápur
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja. Baðinnrétting, upphengt salerni, handaklæðaofn og baðkar. Flísalagt þrep upp í baðkar. Tveir þakgluggar í rýminu.
Herbergi 05: Rúmgott herbergi, 20,6 fm. Teppi á gólfi og fataskápur
Tvennar svalir: 18 fm og 3,0 fm. Frágengnar með flísakerfi.
Útveggir: Útveggir eru svört sjónsteypa annaðhvort slétt eða kúlupanils áferð, einangraðir að innan með 100 mm einangrun.
Gluggar: Ál/trégluggar og hurðar frá Ideal combi, litarheiti Ral 9005 svart bæði að innan og utan. Fullgerðir gluggar með K-glerjum og endanlegri yfirborðsáferð.
Þak: Hallandi hefðbundið sperruþak með bárujárnsklæðningu.
Lóðin: Tyrft lóð. Steypt bílaplan, með sorptunnuskýli og stoðveggjum. Snjóbræðslulagnir lagðar í bílaplan. 35 fm steypt verönd með skjólveggjum fyrir framan hús. Tveir tengipunktar fyrir rafhleðslustöð.
Hitakerfi: Gólfhiti í öllum rýmum sem verður fullbúið án stýringu.
Innveggir: Innveggir eru steyptir og hlaðnir með hleðslustein. Veggir eru sparslaðir og málaðir með RAL 7004 – signal grey. Veggir í baðherbergjum eru flísalagðir að hluta en annars málaðir með RAL 7004 – signal grey.
Innréttingar: Allar innréttingar í húsinu, eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar sem og fataskápar eru frá Parki og framleiddar af Schmidt.
Innihurðir: Innihurðar er frá Parki. LEVEL hurðar með földum lömum og felliþröskuldum. Amsterdam húnar.
Gólfefni: Öll gólfefni eru frá Parki. BE-SQERE CONCEETE 80X80 flísar á forstofu, lagnarými , eldhúsi, gangi neðri hæðar, þvottahúsi. Niðurlímt hvíttað fiskibeinaparket á stofu, hjóna og barnaherbergi . LOMBARDO NERO 60x60 flísar á gólfum og hluta veggja baðherbergja. Teppi á stiga, alrými efri hæðar og svefnherbergjum efri hæðar.
Eldhústæki: Húsinu fylgir vönduð eldhústæki af gerðinni Bosch. Húsin eru skilað með spanhelluborði með innbyggðum gufugleypi. Blástursofn og sambyggðum baksturs - örbylgjuofn.
Hreinlætistæki: Salerniskálar eru vegghengdar með innbyggðum vatnskassa. Sturta er með flísalögðu gólfi með vatnshalla að aflöngu niðurfalli upp við vegg. Innbyggð blöndunartæki í sturtu frá Grohe.Handklæðaofn er 60 x 112 cm, black matt. Öll hreinlætistæki eru frá Grohe, keypt hjá Byko.
Raflagnaefni: Allt raflagnaefni frá Berker. Lýsing í sturtuklefa. Önnur lýsing ófrágengin.
Frekari upplýsingar um frágang hússins má finna í skilalýsingu seljanda.Byggingaraðili: Heildarverk ehf.
Arkitekt: Kristjana Sigurðardóttir hjá T.ark arkitektar
Raflagnahönnun: Ice Patent ehf.
Lagnahönnun: Verkfræðistofa Jóns Kristjánssonar
Umhverfið:Kumlamýri er ný gata á Álftanesi. Hún liggur í suðurátt frá Suðurnesvegi og frá henni kvíslast fimm botnlangar. Við hvern botnalanga standa fjögur parhús með alls átta íbúðareiningum með sameiginlegu götu-og íverusvæði í miðju.Megin hugmynd deiliskipulagsins fyrir svæðið er að viðhalda, eftir því sem verða má, því búsetulandslagi sem einkennt hefur Álftanes. Því er leitast við að húsin myndi óreglulegar þyrpingar sem umlykja sameiginleg aðkomusvæði í stað þess að þau myndi hefðbundna götumynd. Nýja hverfið liggur þétt að grónu hverfi og er því stutt í alla helstu þjónustu, svo sem skóla, leikskóla, sundlaug, íþróttamiðstöð og golfvöll. Þá er fallegt útivistarsvæði allt um kring.
Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald sem er innheimt þegar endanlegt brunabótamat liggur fyrir. Frekari upplýsingar veitir:
Þorsteinn Yngvason // lögmaður / löggiltur fasteignasali // E-mail: thorsteinn@remax.is // Sími: 696-0226