Bókið skoðun - Sýnum samdægurs
Helgi s. 893-2233, Einar s 888-7979, Hlynur s. 698-2603, Glódís s. 659-0510, Vala s. 791-7500
Hraunhamar fasteignasala kynnir: Glæsilegt nýbyggt staðsteypt endaraðhús á einni hæð í nýja Áslandi 4 að Axlarás 68 í Hafnarfirði. Húsið er einstaklega vandað. Einangrað og klætt að utan með viðhaldslausri álklæðningu. Húsið skilast fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan (áður byggingarstig 5)
Um er að ræða eitt af fjórum raðhúsum við Axlarás 68-74. Frábær staðsetning í suðurhlíðum Ásfjalls sem er vinsælt og fjölskylduvænt svæði með fjölbreyttum möguleikum til útivistar (Hvaleyrarvatn og Helgafell í bakgarðinum). Húsið er einstaklega vandað þar sem gert er ráð fyrir free@home hússtjórnunarkerfi, loftræstikerfi, gas arinn, vönduðu álgluggakerfi, bluetooth aðgengi á útidyrahurð, rafmagnsgardínum og margt fleira. Raflagna- og ljósahönnun hjá LUMEX.
Eignin skiptist samkvæmt teikningum í: Anddyri, opið alrými, eldhús, stofa og borðstofa, gott hol. Rúmgott hjónaherbergi með baðherbergi inn af, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahúsi, bílskúr með geymslu inn af. Stærð: 194 fm
Herbergi: 4ra herbergja.
Verð: 139.900.000 -143.500.000m.kr.
Afhending: Nóvember 2025
Sjá nánar um skil í skilalýsingu seljanda.
Hellulagt verður fyrir framan húsið í samræmi við teikningar. Timburverandir verða klæddar lerki (eða sambærilegt). Jarðvegur á lóð skilast grófjafnaður.
Eignin skilast með þreföldu sorptunnuskýli frá BM Vallá eða Steypustöðunni.
Byggingaraðili er KB Verk ehf.
Nánari upplýsingar veita:
Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
Valgerður Gissurardóttir lgf. s. 791-7500 eða vala@hraunhamar.is
Einar Örn Ágústsson, löggiltur fasteignasali, s. 888-7979, einar@hraunhamar.is
Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, hlynur@hraunhamar.is
Glódís Helgadóttir, löggiltur fasteignasali s. 659-0510, glodis@hraunhamar.isSkoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is