BYR fasteignasala kynnir í einkasölu UPPHÆÐIR 15, 805 Selfoss. Einbýlishús á einni hæð að Sólheimum í Grímsnesi. Fyrir liggur heimild til stækkunnar hússins og til byggingar bílskúrs til norðurs. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er timburhús byggt árið 2007, 117.0 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, gangur/hol, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla. Útigeymsla.
Nánari lýsing: Anddyri með fjórföldum fataskáp.
Gangur/hol liggur innan við anddyri að öðrum rýmum eignarinnar, fimmfaldur fataskápur. Þrep liggur frá gangi/holi að alrými.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er úr alrými um rennihurð út á hellulagða verönd til suðurs, skyggni er yfir verönd að mestu leyti. Upptekið loft er í alrými, innbyggð lýsing.
Eldhús, Ikea innrétting, Simens helluborð, Gram ofn, Gram ísskápur og Electloux uppþvottavél fylgir.
Herbergin eru þrjú, hjónaherbergi með tvöföldum fataskáp, ekki eru skápar í hinum herberginum.
Baðherbergi, vaskinnrétting, upphengt salerni og steypt baðkar flísalagt með sturtugleri, gluggi.
Þvottahús/geymsla, þar eru tengi fyrir tvær vélar, vinnuborð og hillur, rafmagnstafla og gólfhitagrind, gluggi. Útgengt er þaðan út í garð.
Gólfefni: Flísar á öllum gólfum. Húsið er upphitað með
gólfhitalögn, Danfoss stýringar á veggjum.
Gardínur í alrými fylgja. Upptekið loft er í allri eigninni fyrir utan baðherbergi. Næturlýsing við gólf í gangi/holi.
Húsið er timburhús frá SG hús á Selfossi, steinsteypt botnplata. Þak er klætt torfi. Timbur hurðar og gluggar. Gróinn lóð, hellulagt er að húsi frá innkeyrslu, Hellulögð verönd til suðurs, hellulagt er i bakgarði meðfram húsi.
Útilýsing er í verönd við inngang, verönd og bakinngang, útilýsing er á sólúri.
Í bakgarði er geymsluskúr fyrir garðverkfæri og fleira, rafmagn er í skúr, skúrinn er byggður inní hól, torf á þaki. Mikill tjrágróður er á lóðinni. Húsið fellur vell inní umhverfið.
Fyrir liggur heimild til stækkunnar hússins og til byggingar bílskúrs til norðurs. Samþykktar teikningar eru fyrirliggjandi. Lóðin er 1.100 m² leigulóð í eigu Sólheima ses.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS.
Fasteignanúmer: 230-4709Stærð: Íbúð 117.0 m².
Byggingarár: Íbúð 2007.
Byggingarefni: Timbur.