Andri Freyr Halldórsson lgfs. & Lind kynna með stolti:
Nýtt, fallegt og vel skipulagt 4ra herbergja parhús að Vetrarbraut 3, Þorlákshöfn. Eignin er samtals 143,9 fm, þar af er íbúðarhluti 110,5 fm og bílskúr 33,4 fm. Húsið er staðsett í nýju og rólegu hverfi, í göngufæri við alla helstu þjónustu og afþreyingu, sem gerir eignina sérstaklega hentuga fyrir fjölskyldur.
Eignin er byggð á staðsteypta sökkla með staðsteyptri plötu, einangraðri að innan og með gólfhita. Fasteignin verður seld á byggingarstigi 3 samkvæmt nýja kerfinu við afhendingu (samsvarar byggingarstigi 5 samkvæmt eldri skilgreiningu), þ.e. tilbúin til innréttinga.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 143,9 fm. Eignin skiptist íbúð 110,5 fm & 33,4 fm bílskúr.
*Nýtt parhús í fjölskylduvænu hverfi.
*Þrjú rúmgóð svefnherbergi (möguleiki á fjórða).
*Bílskúr.
*Opið og bjart alrými.
*Gólfhiti.
*Göngufæri við sundlaug, íþróttahús, leik- og grunnskóla og íþróttasvæði.
*Nútímaleg bygging og vandaðar teikningar.
***Kaupendum stendur til boða að fá húsið fullfrágengið í samvinnu við byggingaraðila.***
***Einnig er hægt að fá ráðgjöf af byggingar aðila varðandi frágang hússins***
Nánari lýsing.
Anddyri: Rúmgott anddyri með góðu flæði inn í önnur rými eignarinnar.
Stofa / eldhús: Stofa og eldhús eru í björtu og opnu alrými. Gert er ráð fyrir eyju.
-Útgengt er úr stofu út í garð um rennihurð, sem skapar gott samhengi milli inni- og útirýmis.
Hjónaherbergi 1: Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í eigninni.
Svefnherbergi 2: Rúmgott herbergi
Svefnherbergi 3: Rúmgott herbergi
-Auk þess er möguleiki á að nýta 10,3 fm geymslu sem fjórða herbergi, með sérútgengi að aftan og einnig í gegnum bílskúr.
Baðherbergi: Baðherbergi er hannað með góðu skipulagi. Frágangur samkvæmt skilalýsingu.
Þvottahús / geymsla: Þvottahús með aðstöðu fyrir vask, þvottavél og þurrkara (tæki fylgja ekki).
Bílskúr: 33,4 fm bílskúr með möguleikum á tengingu við íbúð.
-Gert er ráð fyrir rafbílahleðslu (hleðslubúnaður fylgir ekki).
Bygging og frágangur.
Lóð: Lóð er grófjöfnuð. Sorptunnuskýli verða komin.
Teikningar: Aðalteikningar frá Pro Ark ehf ásamt burðarvirkisteikningum, glugga- og hurðateikningum, lagnateikningum og raflagnateikningum.
Botnplata: Einangrun undir plötu. Botnplata slödduð með hitalögnum í gólfi. Gólfið er slípað, eftir er að flota undir gólfefni.
Útveggir: Hefðbundnir timburveggir úr 45x145 mm. Álklæðning að utan.
Innveggir: Berandi innveggir úr timbri. Tvöfalt gips í veggjum.
Gluggar og hurðir: Rationel ál/tré gluggar og hurðir.
Lagnir: Skólplagnir tengdar fráveitukerfi í götu. Neysluvatn í rör í rör kerfi undir botnplötu. Gólfhitalagnir í húsinu, stýring fylgir ekki.
***Kaupendum stendur til boða að fá húsið fullfrágengið í samvinnu við byggingaraðila.***
***Einnig er hægt að fá ráðgjöf af byggingar aðila varðandi frágang hússins***
*3D Myndir sýna tilhögur að skipulagi eignar og sýna ekki raunverulegt útlit, eignin skilast tilbúin til innréttingar. Hægt að fá eignina fullbúna í samráði við seljanda.
Nánari upplýsingar veita:
Andri Freyr Halldórsson lögg. fasteignasali / 762-6162 / ANDRI@FASTLIND.IS
*Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og SÝN.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.