Helgafell fasteignasala kynnir til sölu endaraðhús ásamt bílskúr við Fljótasel 26 í Reykjavík.Eignin telur þrjú til fjögur svefnherbergi, eldhús, rúmgóða borðstofu og stofu, gestasalerni, þvottahús, geymslu, pallur og sér garður ásamt bílskúr.
Raðhúsið er 166,4fm.
Bílskúr er 21fm. Neðri hæðKomið er inn í rúmgóða
forstofu sem hefur öll verið endurnýjuð nýlega, þar er nýr tvöfaldur forstofuskápur og flotað gólf. Í forstofu er gestasalerni sem hefur allt verið endurnýjað, þar er upphengt salerni og snyrtileg innrétting.
Svefnherbergi inn af forstofu með nýlegu parketi
Eldhúsið er með nýlegri HTH innréttingu ásamt vönduðum AEG tækjum. AEG ofn og örbylgjuofn í vinnuhæð. Fínt skápapláss og góð vinnuaðstaða. Innbyggður AEG ísskápur og AEG uppþvottavél. Stór tvöfaldur búrskápur. Í dag hefur verið komið fyrir frysti í öðrum búrskápnum.
Stofan er mjög rúmgóð og björt og skiptist í borðstofu og setustofu. Inn af stofunni er sólstofa sem er ekki inn í fermetratölu hússins.
Úr sólstofunni er útgengt út á pall og útaf honum er skjólsæll lokaður garður í góðri rækt. Tengi fyrir heitt og kalt vatn á hlið hússins (möguleiki á heitum pott).
Nýlegt parket á hæðinni.Efri hæðKomið er upp í rúmgott
sjónvarpshol. Nýtt parket er í herbergjum og sjónvarpsholi.
Hjónaherbergi með stórum fataskáp. Útgengt á skjólgóðar svalir úr hjónaherbergi.
Barnaherbergi er stórt um 15fm. með nýjum fataskáp og nýrri gardínubraut.
Var áður tvö herbergi og lítið mál að skipta aftur upp í tvö herbergi.
Baðherbergið er nýlega uppgert. Þar er stór uppbyggður sturtubotn, upphengt salerni og vönduð innrétting frá HTH. Nýlega var sett up vifta með gufu- og lyktaskynjara í baðherbergið.
Rúmgott
þvottahús og
geymsla er á hæðinni undir súð, en geymslan er ekki inn i fermetratölu hússins.
Nýlegur timburpallur er fyrir framan húsið. Samkvæmt eiganda eru allir ofnar í húsinu nýlegir og búið að skipta um neysluvatnslagnir á baðherbergi efri hæðar og eldhúsi.
Bílskúr sem er 21fm.
fylgir með eigninni. Búið að koma fyrir 3 fasa rafmagnstengi í bílskúrinn - tilbúið fyrir rafmagnsbílinn.
Mjög rólegt og barnvænt hverfi. Góðar gönguleiðir og stutt í alla helstu þjónustu og samgöngur.Smelltu hér til að opna söluyfirlitFyrir nánari upplýsingar:
Helgafell fasteignasala, S: 566 0000Rúnar Þór Árnason lgf., sími:
775 5805 / runar@helgafellfasteignasala.is
María Steinunn Jóhannesdóttir lgf., Sími
849-5002 / maria@helgafellfasteignasala.is