Fasteignaleitin
Opið hús:24. apríl kl 16:00-16:30
Skráð 18. apríl 2025
Deila eign
Deila

Melás 9

HæðHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
148.2 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
Verð
117.500.000 kr.
Fermetraverð
792.848 kr./m2
Fasteignamat
93.450.000 kr.
Brunabótamat
58.150.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1960
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2071863
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Opið hús - Melás 9 Garðabæ - fimmtudaginn 24. apríl klukkan 16:00 - 16:30

Frábær fjölskylduhæð með auka rými/útleigueiningu á jarðhæð með sérinngangi. Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala / heimir@fastlind.is / 849-0672

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallega og vel staðsetta 4ra herbergja efri sérhæð með sérinngangi ásamt aukarými/útleigueiningu á jarðhæð með sérinngangi (samtals 4 svefnherbergi með aukarýminu á jarðhæð) í grónu fjölskylduhverfi við Melás 9 í Garðabæ. Heildareignin er alls 148,2 fermetrar að stærð og þar af 24,8 fermetra bílskúr sem hefur verið breytt í aukarými með sérinngangi og baðherbergi (auðvelt að setja upp eldhúseiningu).

Hæðin er vel skipulögð með stórum alrýmum og rúmgóðum svefnherbergjum. Stofan er stór og rúmar vel setustofu og borðstofu. Stórir gluggar í stofum til suðurs með fallegu útsýni til fjalla (m.a. Keili). Hæðin var mikið endurnýjuð árið 2019, m.a. eldhús, baðherbergi og gólfefni. Sömuleiðis er útleigurými/aukarými á jarðhæð nýlegt og var útbúið árið 2020. 

Lóðin er 800,0 fermetrar að stærð, snyrtileg og sameiginleg með íbúð á neðri hæð. Tyrfður garður til suðurs, vesturs og austurs með fallegum trjágróðri á lóðarmörkum. Norðan megin við hús er hellulögð stétt að húsi og steypt þrep að inngangi. Með efri hæðinni (í séreign) fylgir stórt hellulagt bílaplan sem rúmar allt að fjórar bifreiðar fyrir framan bílskúr (aukarými). Húsið lítur vel út að utan og ber þess merki að hafi fengið gott viðhald á undanförnum árum. 

Að sögn seljanda er leyfi til staðar þess að stækka svalir á hæðinni umtalsvert eða allt að 1,7m út frá húsi og meðfram suðurhlið hússins. Teikningar og burðarþolsteikningar geta fylgt. Forkaupsréttur á íbúð neðri hæðar fylgir þessari eign (en ekki gagnkvæmt).

Nánari lýsing:

Efri sérhæð - sérinngangur.
Forstofa: Flísar á gólfi og skápar.
Hol: Með harðparketi á gólfi og góðum innbyggðum skápum með rennihurð.
Stofa: Er rúmgóð með harðparketi á gólfi og stórum gluggum til suðurs og glugga vesturs. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Stofa er opin að hluta við hol og eldhús. Afar fallegt útsýni til fjalla í suðri, m.a. að Keili.
Eldhús: Var endurnýjað á smekklegan máta árið 2019. Harðparket á gólfi og falleg sprautulökkuð innrétting með eyju. Eldhús er bjart með gluggum til vesturs og norðurs. Innbyggður kæliskápur með frysti, stál bakaraofn og spansuðu helluborð. Tengi fyrir uppþvottavél og góður borðkrókur.
Svefnherbergi I: Er rúmgott, með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til norðurs.
Svefnherbergi II: Er rúmgott, með harðparketi á gólfi, skápum og glugga til austurs.
Hjónaherbergi: Er rúmgott, með harðparketi á gólfi, skápum og gluggum til suðurs. Útgengi á svalir frá hjónaherbergi.
Svalir: Snúa til suðurs inn í bakgarð hússins. Afar fallegt útsýni til fjalla í suðri. Möguleiki að stækka svalir líkt og fyrr greinir í lýsingu.
Baðherbergi: Var endurnýjað árið 2019. Flísar á gólfi og veggjum. Flísalögð sturta með glerþili (walk-in) og falleg innrétting við vask. Upphengt salerni og opnanlegur gluggi til austurs. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara inn af baðherbergi.

Aukarými (áður bílskúr) - sérinngangur: Er 24,8 fermetrar að stærð og hefur verið breytt í virkilega fallega aukaíbúð með sérinngangi. Harðparket á gólfi, gluggar til austurs og skápar. Baðherbergi með flísum, sturtuklefa, innréttingu við vask, upphengdu salerni og útloftun.

Um er að ræða frábæra fjölskyldueign í þessu vinsæla hverfi í Ásunum Garðabæ. Stutt er í alla verslun og þjónustu, leikskóla, grunnskóla og fjölbrautaskóla. Íþróttasvæði og sundlaug í næsta nágrenni.

Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali / heimir@fastlind.is / 849-0672
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/09/201952.250.000 kr.65.000.000 kr.148.2 m2438.596 kr.
07/05/201872.100.000 kr.78.750.000 kr.246.8 m2319.084 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1960
24.8 m2
Fasteignanúmer
2071863
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
03
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.800.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lautargata 3
Skoða eignina Lautargata 3
Lautargata 3
210 Garðabær
144.1 m2
Fjölbýlishús
524
895 þ.kr./m2
128.900.000 kr.
Skoða eignina Maríugata 38
Bílastæði
Skoða eignina Maríugata 38
Maríugata 38
210 Garðabær
143.7 m2
Fjölbýlishús
413
765 þ.kr./m2
109.900.000 kr.
Skoða eignina Lautargata 3 Íb. 102
Lautargata 3 Íb. 102
210 Garðabær
144.1 m2
Fjölbýlishús
524
895 þ.kr./m2
128.900.000 kr.
Skoða eignina Laufás 3
3D Sýn
Bílskúr
Opið hús:24. apríl kl 15:00-16:00
Skoða eignina Laufás 3
Laufás 3
210 Garðabær
144.1 m2
Hæð
413
867 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin