Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Hrísmói 10 Nýbygging - Skemmtileg 5-6 herbergja parhúsaíbúð, suður endi innst í botnlangagötu í Móahverfi - stærð 179,8 m² auk um 15 m² geymsluskúrs.
Eignin selst á fokheldisstigi, fullbúin að utan og tilbúin fyrir gipsklæðningu að innan.
Eignin er laus til afhendingar fljótlega.
Eignin skiptist í forstofu, bakinngang, gang, eldhús, stofu, sjónvarpsstofu, fjölnotarými, hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi, þrjú barnaherbergi, baðherbergi og geymslu.
Stærð barnaherbergja er skv. teikningum 7,9 - 11,8 og 13,5 m²
Húsið er timburhús, reist með clt einingum, einangrað og klætt að utan og á steyptri plötu.
Gólfhiti er í öllum rýmum.
Að utan verður eignin klædd með dökkum við, Shou Sugi Ban og Brushed Timber Cladding frá EK wood.
Gluggar eru svartir ál/tré frá Rationel.
Búið er að reisa alla innveggi og eru þeir úr clt.
Teikningar gera ráð fyrir að sett verði upp loftskiptikerfi.
Búið er að greiða fyrir tengigjöld, bæði vatn og rafmagn.
Búið er að setja upp rafmagnsskáp og koma fyrir helstu rafmagnsdósum í veggjum.
Lóð
Fyrir framan verður flísalögð verönd, 80*80 flísar, Brave earth frá Vídd. Sjónsteypuveggur verður á milli íbúða og milli verandar og bílastæðis.
Eins flísar verða fyrir framan aðalinngang, með suðurhliðinni og hluta af austurhliðinni.
Steyptur veggur verður verður við lóðarmörkin að sunnan og fyrir innan hann verða lagnir fyrir heitan pott.
Hitalagnir, ótengdar verið í bílaplani, við aðalinngang og frá hjónabaði og að pottasvæði.
Lyngþökur eða sambærilegt verður legt í stallinn á lóðinni að austan.
Fyrir framan verður steypt tvöfalt bílastæði.
Geymslurskúr, um 15 m² að stærð og með steyptri plötu er fyrir framan húsið.
Arkitekt Einar Sigþórsson
Hönnunarstjóri Árni Gunnar Kristinsson
Byggingarverktaki Jóhann byggir ehf
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.