BYR fasteignasala kynnir í einkasölu KELDUSKÓGAR 1-3 ÍBÚÐ 201, 700 Egilsstaðir. Fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð í lyftuhúsi á Egilsstöðum.
Stutt í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er forsteypt byggt árið 2004. Eignin skiptist í íbúð 100,8 m² og geymslu 8,8 m². samtals 109.6 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, gangur, eldhús, stofa, gangur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Í sameign er sérgeymsla ásamt hjóla- og vagnageymslu og sorpgeymslu.
***Íbúðin er laus við kaupsamning*** Nánari lýsing: Anddyri, fataskápur og fatahengi, innangengt er í eldhús annarsvegar og í þvottahús hinsvegar frá anddyri.
Eldhús, Brúnás innrétting, nýtt Siemens helluborð og nýr Siemens ofn, vifta, gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Borðkrókur er innst í eldhúsi, innangengt er í stofu frá borðkrók.
Stofa gluggar í tvær áttir, útgengt er úr stofu út á 8,6 m² svalir.
Gangur liggur við stofu að svefnherbergjum og baðherbergi.
Vinnuaðstaða er innst á gangi.
Hjónaherbergi er með fataskápum.
Barnaherbergin eru tvö, bæði með fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt salerni, rúmgóð vask innrétting og handkllæðaofn.
Þvottahús er innan íbúðar, vinnuborð, pláss fyrir tvær vélar.
Gólfefni: Parket er á stofu, gangi og svefnherbergjum. Flísar eru á anddyri, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.
Sérgeymsla er á jarðhæð í sameign, málað gólf, gluggi.
Í sameign er stigahús, lyfta, inntaksrými, hjóla- og vagnageymsla og sorpgeymsla.
Kelduskógar 1-3 er forsteypt sjö hæða fjölbýlishús auk kjallara, valmaþak. Þrjár íbúðir eru á hverri hæð eða samtals 21 íbúð. Undir húsinu er niðurgrafinn kjallari með sérgeymslum íbúða og sameiginlegum geymslum.
Á ytra byrði útveggjaeininga er dökk-grár mulningur, timbur/ál gluggar. Steypt stétt er við anddyri hússins, hiti er í stétt. Lyfta er í húsinu.
Lóð er sameiginleg fullfrágengin. Bílastæði á lóðinni eru sameiginleg, við inngang eru tvö bilastæði merkt fyrir hreyfihamlaða.
Lóðin er sameiginleg 7418,0 m² leigulóð í eigu Múlaþings.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 226-5039.Stærð: Íbúð 100,8 m². Geymsla 8,8 m². Samtals 109,6 m².
Brunabótamat: 53.350.000 kr.
Fasteignamat: 44.750.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2025: 45.600.000 kr
Byggingarár:2004
Byggingarefni: Forsteypt.
Séreign, rými: 01.0010 Geymsla. 01.0201 Íbúðþ 01.0206 Svalir.