Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Hrafnatröð 4 íbúð 101 - Nýbygging
Falleg 4ra herbergja endaraðhúsaíbúð, suður endi með innbyggðum bílskúr í Eyjafjarðarsveit - stærð 136,7 m², þar af telur bílskúr og geymsla 32,6 m²
Áætlaður afhendingartími eignar er apríl / maí 2026
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr.
Húsið er timburhús, byggt úr húseiningum frá Byko og verður klætt með smábáru og álplötum.
Timburál gluggar, gráir að utan og hvítir að innan. Sólstopp gler.
Eignin selst fullbúin bæði að innan sem utan.
Forstofa verður með flísum á gólfi og þreföldum skáp.
Eldhús, sérsmíðuðu innrétting og eldunar eyja sem hægt er að sitja við frá Brúnás og harð parket á gólfi. Ofn og helluborð með viftu í fylgja með. Úr eldhúsi er hurð til vesturs út á steypta verönd. Engir skjólveggir. Ídráttarrör verður fyrir heitan pott.
Stofa verður með harð parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum til vesturs. Aukin lofthæð er í eldhúsi og stofu.
Svefnherbergin eru þrjú og verða þau öll með harð parketi á gólfi og sérsmíðuðum fataskápum frá Brúnás. Stærð herbergja er skv. teikningum 7,8 , 11,0 og 14,7 m².
Baðherbergi verður með flísum á gólfi og hluta veggja, ljósri innréttingu með speglaskáp fyrir ofan, upphengdu wc, handklæðaofni og sturtu með glervængjum.
Þvottahús er á tengigangi milli íbúðar og bílskúrs. Þar verða flísar á gólfi og ljós innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skolvask.
Bílskúr er skv. teikningum 28,9 m² að stærð, léttur veggur er innst sem afmarkar geymslu. Rafdrifin innkeyrsluhurð og sér gönguhurð. Gólf í bílskúr og geymslu verður með 30*30 bílskúrsflísum. Loft verða tekin upp.
Fyrir framan verður steypt bílaplan og stétt með hitalögnum í, lokað kerfi.
Annað
- Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og koma frá Brúnás, Tolstoi Eikarmelamin.
- Flísar verða á votrýmum og harð parket á öðrum rýmum.
- Hvítar yfirfeldar innihurðar.
- Loftskiptikerfi verður í íbúðinni.
- Gólfhiti verður í allari íbúðinni og handklæðaofn á baðherbergi.
- Varmaskiptir.
- Innfelld lýsing með dimmer verður í öllum rýmum nema bílskúr, geymslu og þvottahúsi.
- Lagt verður fyrir hleðslustöð en hún fylgir ekki með.
- Eignin er í einkasölu
Kaupandi greiðir skipulagsgjald eignar, 0,3% af brunabótamati eignar þegar það verður lagt á.
Upplýsingar í skilalýsingu geta breyst á byggingartíma. Leitast verður við að halda sambærilegum gæðum byggingarhluta og íhluta, breytist þeir á byggingartíma.
Allt efni er birt með fyrirvara um hugsanlegar villur. 3D teikningar eru til viðmiðunar
Verktaki Mjölnir tréverk ehf.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.