Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, hjá fasteignasölunni TORG kynnir: Mikið endurnýjuð og vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á annarri hæð með miklu útsýni og sérinngangi í litlu fjölbýlishúsi að Berjarima 32 í Rimahverfi Reykjavíkur. Eignin er skráð 67,0 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands, en gólfflötur virkar meiri þar sem hluti af geymslulofti er undir súð en nýtist þó vel.
Eignin skiptist í anddyri/hol, eldhús með nýrri innréttingu með flæðandi steini á borði, stofu með borðstofuplássi og útgengi á svalir með miklu útsýni, rúmgott svefnherbergi með fataherbergi, rúmgott endurnýjað baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymsluloft.
Gróinn garður og lóð umlykur húsið og búið er að setja upp hleðslustaura á sameiginlegu bílaplani.
Um er að ræða skemmtilega eign á góðum stað í Rimahverfi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, sundlaug og alla helstu þjónustu. Auk þess eru fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 844-6516 eða með tölvupósti: ragnar@fstorg.isNánari lýsing:
Forstofa/hol: Gengið er inn um sérinngang. Í forstofunni eru fallegt nýlegt harðparket á gólfi, góð lofthæð og innbyggð lýsing í lofti. Frá forstofu/holi er uppgengt um stiga á risloft/geymsluloft eignar.
Stofa/Borðstofa: Stofurnar eru í alrými með harðparketi á gólfi. Gluggar birta upp stofuna og útgengt er á svalir með miklu útsýn
i út á sjó og í átt að Faxaflóa.
Eldhús: Eldhúsið var nýlega endurnýjað með vandaðri eldhúsinnréttingu. Fallegur flæðandi Dekton steinn frá REIN steinsmiðju er á borðum, hluta veggja og á hlið innréttingar. Innbyggður ísskápur, frystir, uppþvottavél, innfellt spanhelluborð og bakaraofn.
Vaskur með útdraganlegum barka og dökkri áferð. Gluggi með opnanlegu fagi og nýlegt harðparket á gólfi. Svefnherbergi: Nýlega endurnýjað svefnherbergi með harðparketi á gólfi, búið
fataherbergi og innbyggðri lýsingu í lofti.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað baðherbergi. Flísalagt í hólf og gólf búið dökkri innréttingu með handlaug og neðri skúffum, spegli með innbyggðri lýsingu, upphengdu salerni,
handklæðaofni og flísalagðri ''walk in" sturtuaðstöðu með innbyggðri hillu. Innbyggð lýsing í lofti. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsluloft: Frá forstofu/holi er uppgengt um stiga á að stóru ris-/geymslulofti eignar. Loftið nær yfir stóran hluta hæðarinnar og þar sem loftið er að hluta undir súð virðist það ekki vera að fullu skráð í heildar fermetratölu eignarinnar.
Falleg og mikið endurnýjuð eign á vinsælum og grónum stað í Rimahverfi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, útivist og alla helstu þjónustu og verslanir.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 844-6516 eða með tölvupósti: ragnar@fstorg.isFáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Áætluð gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 3.200 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Gjaldskrá birt með fyrirvara.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.