Fasteignaleitin
Skráð 20. okt. 2025
Deila eign
Deila

Hamrakór 5

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
254.4 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
173.000.000 kr.
Fermetraverð
680.031 kr./m2
Fasteignamat
157.050.000 kr.
Brunabótamat
124.600.000 kr.
Mynd af Herdís Sölvína Jónsdóttir
Herdís Sölvína Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2007
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2283307
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Lind fasteignasala, Herdís Sölvína Jónsdóttir og Sigrún Ragna löggiltir fasteignasalar kynna frábæra fjölskyldueign á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Hamrakór 5 í Kópavogi.
Húsið er skráð samtals 254,4 fm.  Húsið sjálft er 223,2 fm. og bílskúrinn 31,2 fm.


*** Fasteignamat 2026 verður 175.600.000 ***

Ekki
 verður haldið opið hús.
Bóka þarf
 skoðun hjá herdis@fastlind.is

Eignin telur fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, stofu og borðstofu þar sem útgengt er út á rúmgóðar svalir með góðu útsýni. Eldhús er  í opnu rými út frá stofu. 
Stór hellulögð verönd með skjólveggjum til suðvesturs. Afgirtur garður þar fyrir framan.

Frábær staðsetning í barnvænu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslunarkjarna, matsölustaði, tónlistarskóla, skóla og leikskóla ásamt fallegum útivistarsvæðum eins og Elliðavatn, Guðmundarlund og Heiðmörk.

Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Sölvína Jónsdóttir löggiltur fasteignasali, sími  862 0880 eða herdis@fastlind.is

Nánari lýsing:
Efri hæð
Stofa/borðstofa
er rúmgóð og björt með parketi á gólfi, frá stofu er gengið út á rúmgóðar svalir með góðu útsýni.
Eldhúsið er parketlagt og opið inn í stofu með vandaðri hvítri innréttingu og góðu skápapássi, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp, ofn í vinnuhæð, tækjaskápur, innbyggð uppþvottavél, rúmgóð eyja með helluborði. Steinn er á borðum.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum, góðri innréttingu með steini á borðum og tveimur vöskum, upphengt salerni, handklæðaofn, baðkar og sturta.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskápum.
Svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.

Neðri hæð
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp. Innangengt er í bílskúr frá forstofu.
Hol/sjónvarpshol er flísalagt með stórum glugga sem gefur fallega birtu inn í rýmið. Útgengt er út á hellulagða verönd og þaðan út á grasivaxna lóð með skjólveggjum.
Þvottahús með flísum á gólfi, góðri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og skolvaski.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, innrétting með steini á borði og vaski, upphengdu salerni og sturtu.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfum og fataskáp. Útgengt er út á verönd úr öðru herberginu. 
Bílskúr er með rafmagnsopnun og geymslu innaf bílskúr samtals 31,2 fm.

Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum:
Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma og Sýn.

** Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
** Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
** Frítt söluverðmat á þinni eign hér eða hjá Herdís Sölvína Jónsdóttir, sími 862 0880 / herdis@fastlind.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/03/201663.400.000 kr.68.500.000 kr.254.4 m2269.261 kr.
02/03/200732.510.000 kr.39.600.000 kr.254.4 m2155.660 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2007
31.2 m2
Fasteignanúmer
2283307
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
10.950.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Goðakór 5
Bílskúr
Skoða eignina Goðakór 5
Goðakór 5
203 Kópavogur
207.7 m2
Einbýlishús
625
818 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Arakór 1
Bílskúr
Skoða eignina Arakór 1
Arakór 1
203 Kópavogur
198.9 m2
Einbýlishús
413
850 þ.kr./m2
169.000.000 kr.
Skoða eignina Brekkuhvarf 24
Bílskúr
Skoða eignina Brekkuhvarf 24
Brekkuhvarf 24
203 Kópavogur
247.6 m2
Einbýlishús
424
747 þ.kr./m2
185.000.000 kr.
Skoða eignina Grundarhvarf 5
Bílskúr
Skoða eignina Grundarhvarf 5
Grundarhvarf 5
203 Kópavogur
199.7 m2
Parhús
523
826 þ.kr./m2
165.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin