Hraunhamar fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson lgfs. s: 896-6076 löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallega og bjarta 3 herbergja 126,1 fm útsýnisíbúð á 11 hæð (efstuhæð) í lyftuhúsi í Lautasmára 1 ásamt sérstæði í lokaðri bílageymslu. Samkvæmt birtum fm er íbúðin 121,4 fm og sérgeymsla í kjallara 4,7 fm. Íbúðin er á 2 hæðum og er neðri hæðin 89,8 fm og efri hæðin 31,6 fm. Einnig er ca 14 fm pallur undir súð á efri hæð sem er ekki inni í birtum fm. Góð bílastæði eru fyrir framan hús.
Úr stofu er útgengt á góðar suðvestursvalir með mjög fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Á efstu hæð er sameiginlegur sólpallur.
Mjög góð staðsetning miðsvæðis á höfuborgarsvæðinu. Fjölbreytt verslun og þjónusta eru í næsta nágrenni m.a. í Smáralind, Smáratorg og á Dalvegi. Grunn og leikskólar eru í stuttu göngufæri ásamt íþróttasvæði Breiðabliks og Sporthúsinu. Fallegar gönguleiðir eru allt í kring t.d í dalnum og himnastiginn.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.Stutt lýsing: Neðri hæð: Forstofa, hol, herbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús.
Efri hæð: stigapallur, hjónaherbergi og baðherbergi. Sérgeymsla í kjallara. Gólfefni eru parket og flísar.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Forstofa með parketi á gólfi og fataskápum.
Hol með parketi á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott með parketi á gólfi. Fataskápar og hillur. Fallegt útsýni er úr herberginu.
Stofa er stór og björt með parketi á gólfi. Vifta í lofti er ótengd. Úr stofu er útgengt á góðar suðvestursvalir. Mjög fallegt útsýni er til suðurs og vesturs.
Eldhús er með parketi á gólfi og góðri innréttingu með bakaraofni í vinnuhæð, helluborði og viftu. Góður borðkrókur með fallegu útsýni til vesturs og norðurs.
Baðherbergi er með flísum ágólfi og veggjum. Sturta, wc og góð innrétting með handlaug.
Þvottahús er með flísum á gólfi. Vinnnuborð með vaski og hillum.
Hringstigi með timburþrepum liggur upp á efri hæð.
Efri hæð:Stigapallur með parketi á gólfi. Innaf er ca 14 fm pallur undir súð.
Hjónaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og góðum fataskápum.
Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi. Baðkar með sturtu, wc, handklæðaofn og innrétting með handlaug. Tengt er fyrir þvottavél. Útgengt er á sólpall á efstu hæð.
Geymsla kjallara er 4,7 fm og með hillum.
Sérstæði í lokaðri bílageymslu merkt B05.
Mjög gott húsfélag og er góð staða á hússjóði. ATH. Allt dýrahald er bannað í húsinu.
Falleg og vönduð eign á frábærum stað í Kópavogi.Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali á netfangið arsaell@hraunhamar.is eða s. 896-6076
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í 41 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.