Fasteignaleitin
Skráð 13. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Háahlíð 10

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
368 m2
10 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
207.350.000 kr.
Brunabótamat
170.700.000 kr.
Mynd af Jason Kristinn Ólafsson
Jason Kristinn Ólafsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1956
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2032117
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Í lagi
Raflagnir
Í lagi
Frárennslislagnir
Í lagi
Gluggar / Gler
Í lagi
Þak
Í lagi
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Betri Stofan og Jason Kristinn sími 7751515 jason@betristofan.is kynna: Stórglæsilegt einbýlishús við Háuhlíð 10 í 105 Reykjavík.  Eignin er tveggja hæða 368 m2 hús í lokaðri götu sem aðeins telur sex hús, fjærst umferð. Húsið lætur lítið yfir sér frá götunni en gengið er inn á stóran terrasso steyptan pall sem tekur hlýlega á móti fólki mót suðri. Eignin er skráð á tveimur fastanúmerum, F2032117 og F2032116. Aðeins tveir eigendur frá upphafi.

Nánari lýsing: Frá honum er hægt að fara inn um aðalinngang hússins eða beint inn í eldhús. 
Komið er inn í flísalagða forstofu, en húsið allt er lagt gegnheilu ljósu parketi, utan forstofa, baðherberja og þvottahúss sem eru flísalögð og geymslu og bílskúrs sem eru máluð.  
Í forstofu er gestasnyrting og fatahengi, en þaðan er farið inn rúmgott hol. 
Stofan, sjónvarpsherbergið og eldhús sambyggt borðstofu eru björt rými með fallegum gluggum.  Arinn er í stofu og úr borðstofunni er útsýni á aðra hönd upp í Öskuhlíð og á hina höndina yfir miðbæ Reykjavíkur, líkt og úr stofunni.  Glæsilegt eldhúsinnrétting frá Phoggen Phol er með Miele tækjum.
Úr holi er gengið niður tvö þrep inn á svefnherbergisgang, inn í sjónvarpsherbergi/kontór, svo og stofu og eldhús.  
Á svefnherbergisgangi er stór þakgluggi sem varpar fallegri birtu í rýmið.  Frá ganginum er farið inn í tvö rúmgóð svefnherbergi með eldri skápum og einnig inn í stórt hjónaherbergi með nýjum skápum, með einkabaðherbergi innaf, sem er með tvöföldum vaski og baðkari.  Frá enda svefnherbergisgangs er gengið út á stóran skjólgóðan sólpall með heitum potti, ásamt heitri og kaldri sturtu.  Þaðan er einnig hægt að ganga fram fyrir húsið og aftur fyrir húsið niður í bakgarðinn.
Neðri hæð:
Úr holi á efri hæð liggur steyptur stigi til neðri hæðar sem er jarðhæð út í garðinn.  
Komið er inn í rúmgott sjónvarpshol, þar fyrir innan er tómstundaherbergi og innaf því er svefnherbergi og gestasalerni ásamt útgangi til austurs.  
Úr sjónvarpsholi liggur einnig svefnherbergisgangur með tveimur svefnherbergjum og sameiginlegu baði með tvöföldum vaski og tvöfaldri sturtu.  
Þá er opið frá sjónvarpsholi inn á gang sem liggur að geymslu og bílskúr, og loks er gengið frá sjónvarpsholi inn í þvottahús, þaðan sem útgengt er í hjólageymslu og út um hurð til suðurs.  
Bílskúr: Í bílskúr sem er skráður 30,5 fm og er pláss fyrir stóran bíl og 5-6 bílastæði eru aukalega á lóð hússins.
Húsið er allt hið glæsilegasta, hefur fengið gott viðhald og verið endurnýjað að nær öllu leyti.  
Stutt er í skóla, verslanir og miðbærinn í 20 mín göngufæri.
Hér er um einstakt tækifæri að ræða, en hús við Háuhlíð hafa löngum gengið í ættir, og koma afar sjaldan á markað.

Allar upplýsingar veita: Jason Kristinn Ólafsson, sími 7751515, jason@betristofan.is löggiltur fasteignasali.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1956
30.5 m2
Fasteignanúmer
2032117
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
10.700.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Háahlíð 10
Háahlíð10.jpg
Skoða eignina Háahlíð 10
Háahlíð 10
105 Reykjavík
368 m2
Einbýlishús
1046
Fasteignamat 207.350.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Háahlíð 10
Bílskúr
Skoða eignina Háahlíð 10
Háahlíð 10
105 Reykjavík
368.2 m2
Einbýlishús
1046
Fasteignamat 207.350.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Háahlíð 10
Háahlíð10.jpg
Skoða eignina Háahlíð 10
Háahlíð 10
105 Reykjavík
368 m2
Einbýlishús
1046
Fasteignamat 207.350.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Langagerði 5
Skoða eignina Langagerði 5
Langagerði 5
108 Reykjavík
351 m2
Einbýlishús
846
647 þ.kr./m2
227.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin