OPIÐ HÚS - SPÓAHÓLAR 14 - MÁNUDAGINN 6. OKT - FRÁ KL.17.30 - 18.00.
Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða opna og rúmgóða 140,4 fm 4ra herbergja endaíbúð á annarri hæð með glugga í þrjár áttir ásamt bílskúr. Húsið hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum m.a. var skipt um gler og glugga á austurhlið ásamt að sú hlið var klædd 2019. Svalir voru brotnar, endurbyggðar og handrið hækkuð 2019. Búið er að skipta um alla ofna í íbúð og sameign. Skipt um þakkant ásamt því að járn og pappi endurnýjað 2017. Skipt um teppi í sameign fyrir ekki svo löngu ásamt því að skipt var um dyrasímakerfi og sett upp myndavéladyrasími.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa er með parket á gólfi og rúmmgóður skápur.
Hol er með parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á vestursvalir.
Eldhús er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu og flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru þrjú og eru með plastparketi á gólfum og skápum í tveimur af þremur herbergjum.
Baðherbergi er með flísar í hólf og gólf, upphengt wc, handklæðaofn, baðkar með sturtu, skápur, sturtuklefi, skápur undir vask og gluggi með opnanlegt fag.
Þvottahús er innan íbúðar með flísum á gólfi, vaskur, gluggi og skápur.
Geymsla er í sameign.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign.
Bílskúr er með stein á gólfi og góð vinnuaðstaða.