Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir fallega tveggja herbergja íbúð í vesturbænum. Samkvæmt HMS er stærð íbúðar 52,6 og geymsla 2 fm.
Nánari lýsing:
Anddyri: Er með sérinngangi og nýlegri útidyrahurð, flísar eru á gólfi og fatahengi. Tröppur niður í íbúðina eru ný steyptar.
Stofa: Er með harðparketi á gólfi og tveir gluggar.
Svefnherbergi: Er inn af stofunni lokað af með rennihurð. Búið er að skipta herberginu upp með léttum vegg í tvö herbergi. Harðparket er á gólfum og fataskápar. Gluggar eru í báðum rýmunum.
Eldhús: Er rúmgott með fallegri grárri innréttingu, tengi er fyrir uppþvottavál eða þvottavél í eldhúsinnréttingunni.
Baðherbergi: Allt endurnýjað árið 2024. Með hvítum neðri skáp og efri spegilskáp með ljósi. Flísar eru á gólfi og hluta veggja. Sturta, upphengt salerni og handklæðaofn.
Sameign: Sérgeymsla, sameiginlegt þvottahús og sameiginleg köld útigeymsla.
Garður er snyrtilegur og nýbúið að gera nýjan skjólvegg.
Frábær staðsetning í næsta nágrenni við alla verslun og þjónustu (t.d. verslanir út á Granda). Stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjóinn. Íþróttasvæði KR og Vesturbæjarsundlaug í næsta nágrenni. Stutt í alla verslun og menningu sem miðbærinn og nágrenni hafa upp á að bjóða.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
08/11/2023 | 36.350.000 kr. | 42.000.000 kr. | 54.6 m2 | 769.230 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
101 | 48.9 | 56,4 | ||
101 | 48.9 | 52,9 | ||
101 | 53 | 55,9 | ||
101 | 72.4 | 55,9 | ||
111 | 71.8 | 54,9 |