Stórt og glæsilegt íbúðarhús með sjálfstæðri aukaíbúð og tvöföldum innbyggðum bílskúr á einstökum stað í Borgarnesi, rétt við kirkjuna, skólann, íþróttavöllinn, sundlaugina og fjöruna. Húseignin er samtals 269,1 fm. og skiptist þannig að aðaleignin 190,1 fm. er 140,5 fm. íbúð á efri hæð með 5 svefnherbergjum og henni fylgir 49,6 fm. tvöfaldur innbyggður bílskúr á neðri hæð. Á neðri hæð er einnig samþykkt 79,0 fm. 3ja herbergja íbúð með sérinngangi.
Nánari lýsing. Aðalhæð F2111361: Steyptar útitröppur á aðalhæð sem er með svölum eftir allri vesturhlið hússins og hálfri suðurhlið. Físalögð forstofa með fatahengi. Lítil gestasnyrting með glugga af forstofu. Parketlagt forstofuherbergi. Hol og stofur eru parketlögð, arinstofa, dagstofa og borðstofa. Stórir gluggar og fallegt útsýni. Eldhúsið er korklagt, með upprunalegri innréttingu og tækjum, borðkrók og lögn fyrir uppþvottavél. Innaf eldhúsi er þvottahús með hillum og bakútgangi á svalir. Innaf þvottahúsi er búr með hillum. Þaðan er lúga upp á loftaplötuna sem er steypt. Svefnherbergjagangur er parketlagður og útgangur á svalir í enda. Af honum eru þrjú barnaherbergi,öll parketlögð og parketlagt hjónaherbergi með stórum skápum og útgangi á svalir. Baðherbergið er með flísum á gólfi, hlöðnum sturtubotni, baðkari og innréttingu.
Á neðri hæð er sérinngangur í 3ja herbergja íbúð F2228471. Þar er komið á flísalagða forstofu með fatahengi. Eldhúsið er parketlagt, með innréttingu, glugga og borðkrók. Tengt er fyrir uppþvottavél og endurnýjuð vinnuborð. Holið og stofan eru parketlögð. Barnaherbergið er lítið, parketlagt. Baðherbergið er mjög rúmgott, dúkur á gólfi, hlaðinn sturtubotn, innrétting, gluggi og aðstaða fyrir þvottavél. Hjónaherbergið er rúmgott, parketlagt og með skápum.
Bílskúrinn tilheyrir aðalhæðinni og er með tveimur flekahurðum og gönguhurð. Málað gólf, vatn, hiti og rafmagn. Gluggar á austurhlið.
Húsið er vandað að allri gerð, en innréttingar og gólfefni eru að stærstum hluta upprunaleg, sem og lagnir. Búið er að endurnýja kaldavatnsinntak. Skipt var um þakjárn fyrir u.þ.b. 10 árum og þá var þakkantur einnig endurnýjaður.
Eignaskiptasamningur er til staðar og hvor íbúð um sig er með sjálfstætt fasteignanúmer og hvor með sitt veðbókarvottorð. Eignin getur verið laus fljótlega ef óskað er.
Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lfs., bjorn@midborg.is, eða í síma 894-7070.