Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt, mjög mikið endurnýjað, bjart og vel skipulagt 180,8 fermetra raðhús á tveimur hæðum, með innbyggðum 22,7 fermetra bílskúr, á fallegri lóð á einstökum útsýnisstað við Einarsnes í Reykjavík.
Eignin hefur sem fyrr segir verið mikið endurnýjuð:
- 2025 Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað og lagður gólfhiti
- 2024 Baðherbergi á efri hæð endurnýjað og lagður gólfhiti
- 2024 Allar innihurðir endurnýjaðar
- 2023 Byggð stór viðarverönd og settur heitur pottur á verönd á baklóð
- 2020 Loft á efri hæð tekið upp, klætt með hvíttuðum viðarfjölum og sett innbyggð led-lýsing
- 2020 Lagt vínylparket á nánast allt húsið með hljóðdempandi undirlagi
- 2020 Eldhúsinnrétting og tæki endurnýjuð
- 2020 Raflagnir, rafmagnstafla, tenglar og rofar endurnýjaðir
- 2003 Húsið einangrað og klætt að utan með áli, skipt um þakjárn, þakrennur og niðurföll
Lýsing eignar:
Forstofa, vinylparket og innbyggðir fataskápar með rennihurðum.
Hol, vinylparketlagt og með glugga. Úr holi er stigi upp á efri hæð hússins.
Geymsla, undir innistiga.
Hjónaherbergi, vinylparketlagt og rúmgott með innbyggðum fataskápum með rennihurðum.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, gólfhiti, innrétting, veggskápur, handklæðaofn, vegghengt wc og flísalögð sturta með sturtugleri og innbyggðum tækjum í vegg.
Barnaherbergi I, vinylparketlagt.
Barnaherbergi II, vinylparketlagt.
Sjónvarpshol, lítið, vinylparketlagt og með útgengi á baklóð hússins.
Gengið er upp á efri hæð hússins um viðarstiga úr holi neðri hæðar:
Stigapallur, vinylparketlagður.
Baðherbergi II, með glugga, flísalagt gólf og veggir, gólfhiti, innrétting, handklæðaofn, vegghengt wc og flísalögð sturta með innbyggðum tækjum í vegg.
Eldhús, vinlylparketlagt, rúmgott og bjart með góðum gluggum. Hvít sprautulökkuð innrétting með góðu skápaplássi, innbyggðri uppþvottavél, stæði fyrir tvöfaldan ísskáp með klakavél og spanhelluborð. Áföst borðaðstaða er á eldhúsinnréttingu.
Þvottaherbergi, innaf eldhúsi, vinylparketlagt og með glugga.
Samliggjandi stofur, vinylparketlagðar, bjartar og mjög rúmgóðar með aukinni lofthæð og innbyggðri led-lýsingu í loftum. Tveir veggir í stofu eru viðarklæddir að hluta og úr stofum er útgengi á mjög stórar svalir til vesturs, norðurs og austurs, flísalagðar að hluta. Frá stofum og svölum er stórkostlegt útsýni út á sjóinn, að Reykjanesi, Snæfellsjökli, að Hallgrímskirkju og víðar.
Bílskúr, er með hita, rafmagni, rennandi heitu og köldu vatni, gluggum og útgengi á baklóð.
Húsið að utan lítur vel út og var einangrað upp á nýtt og klætt með áli árið 2003. Á sama tíma var skipt um þakjárn, þakrennur og niðurföll. Gler í gluggum hefur verið endurnýjað að hluta og gluggar yfirfarnir eins og þurft hefur.
Lóðin, sem er eignarlóð, er fulfrágengin. Innkeyrsla á framlóð er malbikuð og á baklóð eru stór viðarverönd með gróðurbeðum, nýjum heitum potti og stiga niður á stóra tyrfða flöt með trjágróðri og nýlegri flaggstöng.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á fallegum útsýnisstað.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is