Hrauhamar kynnir fallega og sjarmerandi íbúð á annarri hæð í fallegu og vel viðhöldnu fjölbýlishúsi vel staðsett í Miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er 56,6 fm auk þess er geymsla í risi sem er ekki inni í fermetratölu eignarinnar.
Rólegt hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, Kjarvalsstaði, Klambratún, verslanir og veitinga-og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. 8 mín. gangur er í Sundhöllina og leikskólana Nóaborg og Klambra, 10 mín. gangur í Austurbæjarskóla og 12 mín. gangur í Háteigsskóla og Ísaksskóla, Mikil uppbygging er á svæðinu, Hlemmur mathöll er í næsta nágrenni, einnig nýtt torg. Lokað hefur verið fyrir umferð um Hlemm þannig að lítil umferð er í kringum húsið.### Tvö svefnherbergi
###Tvennar svalir
### Frábær staðsetning
Skipting eignarinnar: Sameigninlegur inngangur, hol, tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, tvennar svalir, auk þess er sérgeymsla og sameigninlegt þvottahús í risi.
Nánari lýsing: Gott hol. Eldhús með upprunalegri retro innréttingu. Svalir út frá eldhúsi með útsýni að Hallgrímskirkju.
Hjónaherbergi með fataskápum og þaðan er utangengt út á svalir.
Fínt herbergi með fallegri harmonikkuhurð. Flísalagt baðherbergi innréttingu og sturtuklefa.
Gólfefni er harðparket og flísar.
Vel viðhaldið hús, en nýlega er búið að endursteina húsið, skipta um glugga og einnig skipt um járn á þaki, þakglugga og setja nýtt timbur eftir þörfum.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson löggitur fasteignasali, s. 698-2603, hlynur@hraunahamar.isSkoðunarskylda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. Þjónustusamningi
Hraunhamar er ein af elstu fasteignasölum landsins, stofnuð 1983 og fagnar því 41 ára afmæli á árinu 2024.
Hraunhamar í farabroddi í 40 ár! – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.