Fasteignaleitin
Skráð 20. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Langalda 30

EinbýlishúsSuðurland/Hella-850
189.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
96.500.000 kr.
Fermetraverð
509.773 kr./m2
Fasteignamat
72.550.000 kr.
Brunabótamat
104.400.000 kr.
Mynd af Elín Urður Hrafnberg
Elín Urður Hrafnberg
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 2022
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2513465
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýjar
Raflagnir
Nýjar
Frárennslislagnir
Nýjar
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Upphitun
hita
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gimli fasteignasala kynnir: Glæsilegt einbýlishús byggt 2022 á einni hæð, með hjónasvítu og innbyggðum bílskúr. Alls 189,3 fm. íbúðarrými er 143,9 fm og innbyggður bílskúr 45,4 fm.
Íbúðarrými skiptist í anddyri, 2 svefnherbergi, hjónasvítu með rúmgóðu baðherbergi innaf, baðherbergi, þvottahús og alrými sem skiptist upp í eldhús, borðstofu, sjónvarpshol og stofu með mikilli lofthæð. Stór og bjartur bílskúr með góðum gluggum.
Parket og flísar á gólfi og gólfhiti á öllu húsinu. Sett hefur verið inn 5 stk af Mitsubishi Lossnay loftræsti ventlum til að loftræsta vel húsið. Húsið er með gólfhitakerfi. Hitastigi er stýrt með hitastýringu á veggjum. Húsið er ný málað að innan og nýjar flísar á gólfum og veggjum á baðherbergi.


Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, löggiltur fasteignasali, í síma 690-2602, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til elin@gimli.is

Linkur á myndband:
https://vimeo.com/1007281110

NÁNARI LÝSING:
Anddyri: með skáp og flísum á gólfi. Innangengt inn í bílskúr úr forstofu.
Eldhús: mjög rúmgóð hvít háglans innrétting, mjög stór tangi með góðu vinnuplássi þar sem hægt er að sitja við ásamt helluborði með innbyggðri viftu, ofn í vinnuhæð, innbyggðum stórum kæliskáp og frystiskáp við hliðiná og innbyggðri uppþvottavél. útgengt út á verönd. 
Borðstofa: liggur milli eldhúss og sjónvarpshols.
Sjónvarpshol: miðrými, sem tengir borðstofu og stofu.
Stofa: hluti af alrými, liggur innaf sjónvarpsholi.
Baðherbergi #1: sturta, innrétting með vaski, handklæðaofni og flísum á gólfi ásamt flísum á vegghengdu salerni. Innangengt inní þvottahús.
Þvottahús: innaf baðherbergi, stór innrétting, flísar á gólfi, gert er ráð fyrir tækjum í vinnuhæð ásamt glugga. 
Hjónasvíta: mjög stórt og bjart hjónaherbergi með miklu skápaplássi ásamt rúmgóðu baðherbergi með sturtu, innréttingu með vaski og flísum á gólfi og vegghengdu salerni. 
Svefnherbergi#2: með skápum og parketi á gólfum.  
Svefnherbergi#3: með skápum og parketi á gólfum. 
Þvottahús: innaf baðherbergi, stór innrétting, flísar á gólfi, gluggi. 
Stór bílskúr með gönguhurð og innkeyrsluhurð og góðri gluggasetningu, býður upp á ýmsa nýtingarmöguleika. Útgegnið út á pall.
Óuppsettur hurðaopnari fylgir með.
Lóð: við húsið er steypt stétt og bílastæði að framan og stór verönd með skjólveggum ásamt heitum potti að aftan.

Niðurlag:
Vel skipulagt fjölskylduhús í vaxandi þéttbýli á Hellu.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
18/03/202472.550.000 kr.90.000.000 kr.189.3 m2475.435 kr.Nei
12/12/202249.850.000 kr.79.000.000 kr.189.3 m2417.326 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kjarrmói 2
Skoða eignina Kjarrmói 2
Kjarrmói 2
800 Selfoss
172.6 m2
Parhús
413
532 þ.kr./m2
91.900.000 kr.
Skoða eignina Þurárhraun 29
Bílskúr
Skoða eignina Þurárhraun 29
Þurárhraun 29
815 Þorlákshöfn
199.5 m2
Einbýlishús
514
489 þ.kr./m2
97.500.000 kr.
Skoða eignina Kambahraun 38
Bílskúr
Skoða eignina Kambahraun 38
Kambahraun 38
810 Hveragerði
191.4 m2
Einbýlishús
513
509 þ.kr./m2
97.500.000 kr.
Skoða eignina Fosstún 6
Bílskúr
Skoða eignina Fosstún 6
Fosstún 6
800 Selfoss
175.1 m2
Einbýlishús
413
553 þ.kr./m2
96.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin