Fasteignasalan TORG og Margrét Rós, lgf, kynna í sölu bjarta 2ja herbergja íbúð á 6. hæð með suðursvölum og fallegu útsýni í góðu lyftuhúsi við Asparfelli 12, 111 Reykjavík. Íbúðin skiptist í forstofu, svefnherbergi, eldhús, stofu og baðherbergi. Sér geymsla íbúðar er staðsett í samegin í kjallara ásamt sameiginlegri reiðhjóla- og vagnageymslu. Sameiginlegt þvottahús fyrir sjöttu hæð er í sameign á hæðinni. Íbúðin hefur verið endurnýjuð að hluta og húsið fengið gott viðhald. Aðkoma að húsinu er góð og næg bílastæði á lóðinni. Í húsinu er húsvörður og séð er um öll þrif í sameign og stigagangi.
Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is *** Sækja söluyfirlit hér ***Birt stærð eignar skv. fasteignaskrá HMS er 91,1 m2 þar af er íbúðarrými 66,3 m2 og geymsla skráð 6,2 m2 Nánari lýsing eignar:Anddyri, komið inn um sérinngang frá svalargangi í rúmgóða forstofu með fatahengi, flísar á gólfi.
Gangur/hol tengir saman aðrar vistarverur íbúðarinnar, flísar á gólfi.
Eldhús er með ljósri viðarinnréttingu, eldunareyju með helluborði og innbyggðum bakaraofni. Pláss er fyrir barstóla við eyju og flísar á gólfi.
Stofa er samliggjandi eldhúsi í opnu og björtu rými með parket á gólfi. Stofan rúmar vel borðstofu og setustofu, og útgengi á suðursvalir með fallegt útsýni.
Baðherberg er með flísalagt gólf og hluti veggja. Snyrtileg innrétting með handlaug og spegli fyrir ofan og veggskáp. Baðkar með sturtuaðstöðu og salerni.
Svefnherbergi er rúmgott með góðum skápum og flísar á gólfi.
Sér geymsla er
6,2 m2 að stærð og staðsett inn af sameigargangi í kjallara.
Sameiginlegt þvottahús fyrir sjöttu hæð er í sameign á hæðinni.
Anddyri í sameign er með myndavéladyrasíma.
Húsvörður er starfandi í fjölbýlinu og húsfélag er ´i umsjá Eignareksturs.
Framkvæmdir á vegum húsfélagsins Asparfell 2-12 samkvæmt yfirlýsingu húsfélags:- Farið var í framkvæmdir 2022-2023 fyrir ca. 330.000.000 kr.
- Ca. 300.000.000 kr. framkvæmdir við glugga, múr og þak, auk málunar.
- Ca. 25.000.000 kr. framkvæmdir við djúpgáma.
- Rest fór í að gera upp íbúðir sem húsfélagið á.
Asparfell 12 er vel staðsett eign þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, t.d. sundlaug, líkamsrækt og heilsugæslu. Á jarðhæð Asparfells 10 er leikskólinn Vinaminn og Fellaskóli og Fjölbraut í Breiðholti eru í göngufæri.
Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 / margret@fstorg.is
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 / adalsteinn@fstorg.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.