Fasteignaleitin
Skráð 20. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Fossagata 11

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Vatnsmýri-102
70.4 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
921.875 kr./m2
Fasteignamat
57.950.000 kr.
Brunabótamat
32.000.000 kr.
Mynd af Hrannar Jónsson
Hrannar Jónsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1904
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2029156
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
0
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt frá ca. 1988
Raflagnir
Nýtt frá ca. 1988
Frárennslislagnir
Nýtt frá ca. 1988
Gluggar / Gler
Endurnýjað ca. 1988
Þak
Endurnýjað ca. 1988
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita ofnar
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Seljandi á eftir að finna sér eign til kaups og mun kaupandi þurfa að hafa inni í kauptilboði fyrirvara seljanda um að finna sér eign.
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:

Virkilega fallega og bjarta kjallaraíbúð með sérinngangi í fallegu tvíbýlishúsi í Litla Skerjafirði.

Húsið er byggt 1904 og var flutt á staðinn frá Lindargötu 15 árið 1988 og hvílir í fallegu litlu hverfi með eldri húsum við flugvöllinn.

Húsið hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að það var flutt, endurnýjað þak og klæðning, allir gluggar og gler ásamt því að frárennsli, vatn og rafmagn var allt sett nýtt í kringum 1988.

Íbúðin sjálf er 70,4 fm að stærð, mjög falleg og snyrtileg í alla staði, nútímaleg eldhúsinnrétting úr Birninum og þótt eignin sé kjallaraíbúð þá er hún með 83 cm síðum gluggum sem gera íbúðina mjög bjarta og fína.

Einstaklega vel staðsett eign, stutt frá báðum háskólasvæðum, rétt við Reykjavíkurflugvöll og stutt í fallegar gönguleiðir með sjó bæði út á Seltjarnarnes og inn í Fossvoginn.

Nánari lýsing á eign:
Komið er inn í ágæta forstofu með steyptu gólfi, teppi og fataskáp. Inn af henni er gamall kyndiklefi sem nýttur er sem geymsla/vinnurými með vaski. Eldhús/stofa er opið við gott hol. Eldhúsið er með L innréttingu úr Birninum, efri og neðri skápar að hluta, hvítir skápar og dökk mahoníborðplata á bekkjum. Sérsmíðað eldhúsborð er fast við innréttinguna. Eldavél með bakaraofni og pláss í innréttingu fyrir 176 cm háan, einfaldan ísskáp. Stofan er rúmgóð. Hol er rúmgott og er núverandi eigandi með skrifborð þar fyrir tölvu. Baðherbergið er rýmilegt, baðkar með sturtu, vaskur og innrétting, salerni, tengi fyrir þvottavél og steypt gólf. Svefnherbergið er ágætlega stórt með fataskáp. Parket er á gólfi í eldhúsi, holi og svefnherbergi. 

Ekkert húsfélag er starfandi í húsinu en íbúðin ber 28% af heildarhlutfalli í húsinu, lóðin er í ósskiptri sameign og er til staðar bílskúrsréttur sem þó er háður samþykki byggingarfulltrúa. Ef fæst aðeins samþykktur einn bílskúr ber stærri íbúðin rétt til hans en ef tveir samþykktir fær kjallaraíbúðin sinn bílskúr. Ekkert sér bílastæði fylgir íbúðinni en töluvert er í götunni af sameiginlegum bílastæðum og skv. seljanda hefur ekki verið vandamál að fá bílastæði. 

Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Valshlíð 1
Skoða eignina Valshlíð 1
Valshlíð 1
102 Reykjavík
58 m2
Fjölbýlishús
211
1119 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Valshlíð 1
Skoða eignina Valshlíð 1
Valshlíð 1
102 Reykjavík
58 m2
Fjölbýlishús
211
1119 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Skildinganes 4
Opið hús:26. ágúst kl 16:00-16:30
Skoða eignina Skildinganes 4
Skildinganes 4
102 Reykjavík
86.4 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
751 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Smyrilshlíð 10
Bílastæði
Skoða eignina Smyrilshlíð 10
Smyrilshlíð 10
102 Reykjavík
58.3 m2
Fjölbýlishús
211
1096 þ.kr./m2
63.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin