**GOTT VERÐ OG GÓÐ EIGN MEÐ BÍLSKÚR**
Virkilega falleg, mikið uppgerð og vel skipulögð 3ja herbergja búð á 3. og efstu hæð með stórum suður svölum. Um er að ræða íbúð 301 sem er skráð 83,9 fermetrar á stærð en að auki er um það bil 5 fm geymsla á jarðhæð sem að öllum líkindum er ekki skráð inn í stærð eignar. Eignin er því sennilega stærri en birt stærð gefur til kynna. Bílskúrinn er 20,4 fm og er staðsettur rétt við innganginn í húsið og er sér bílastæði íbúðarinnar fyrir framan hann.
Íbúðin skiptist í: forstofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu, tvö rúmgóð svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og sjónvarpshol. Mjög rúmgóðar svalir til suðurs út frá stofu. Geymsla íbúðar er á jarðhæð.
Vínilparket á gólfum nema flísar á eldhúsi. Uppgerðar innihurðar og eldhús endurnýjað 2021, baðherbergi uppgert að hluta til 2021 og nýjir fataskápar 2021.
Eign sem vert er að skoða, með bílskúr og í fallegu steinsteyptu fjölbýlishúsi byggðu 1986.
**BÓKIÐ EINKASKOÐUN, SÝND MEÐ STUTTUM FYRIRVARA** Elín Alfreðsdóttir lgf í síma 8993090 eða elina@valholl.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Með vínylparketi á gólfi, skóskáp og fatahengi.
Hjónagerbergi: Með vínylparketi, skápum sem voru endurnýjaðir 2021 og glugga til norðurs.
Barna/auka herbergi: Með vínylparketi, góðum fataskáp sem er 2 merar á lengd og glugga til norðurs. (Innanmál herbergis er 220 cm á breidd og 413 cm á lengd)
Sjónvarpsrými: Með vínylparketi gólfi og opið við stofu.
Stofa: Með vínylparketi á gólfi, góðum gluggum til suðurs og útgengi á svalir.
Svalir: Eru rúmgóðar og snúa til suðurs inn í bakgarð. Það er víðátta fyrir framan svalirnar svo þar er hægt að vera í næði og góðri fjarlægð frá nærliggjandi húsum. Svalir voru flotaðar 2022 og pallaefni lagt á þær.
Eldhús: Hvít eldhúsinnrétting sem var endurnýjuð 2021, innbyggð uppþvottavél og kæliskápur. Flísar á gólfi og á milli skápa í eldhúsi.
Baðherbergi: Hvít baðinnrétting og salerni endurnýjað 2021. Fallegur stór spegill með ljósi fyrir ofan vask. Baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottahús: Vel hönnuð þvottaaðstaða er inn af baðherbergi. Þar er tengi fyrir þvottavél og þar er pláss fyrir þurrkara. Til móts við þvottavélina er skolvaskur og hillur.
Bílskúr: Er 20,4 fm á stærð. Árið 2023 var gólf lakkað og veggir málaðir.
Geymsla: Er staðsett á jarðhæð með glugga og hillum.
Hjóla- og vagnageymsla: Er staðsett á jarðhæð.
Fyrirhugaðar framkvæmdir:
Stefnt er á er að tréverk utan á húsi verði lagfært og málað í sumar. Unnið er að því að afla tilboða. Einnig er unnið að því að afla tilboða í að laga snjóbræðslu í stétt fyrir framan hús. (hún er biluð)
79.650.000
Frábær staðsetning í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur, Sundhöll Reykjavíkur, Laugarveginn og Klambratún. Í næsta nágrenni er leikskólinn Nóaborg, Ísaksskóli, Austurbæjarskól og Háteigsskóli. Stutt er í alla verslun og þjónustu sem miðbærinn hefur upp á að bjóða og Bónus verslun við Skipholt.
Fasteignamat 2026 er áætlað 79.650.000
Upplýsingar veitir Elín Alfreðsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8993090 eða elina@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.