RE/MAX & Oddur Grétarsson kynna:Huggulega þriggja herbergja íbúð á annarri hæð við Rauðarárstíg 36 í 101 Reykjavík. Íbúðin er skráð 56,6fm auk þess er geymsla í risi sem er ekki inni í fermetratölu eignarinnar. Einkastæði bakvið hús og engin gjaldsskylda við húsið á Rauðarárstígnum.
Allar nánari upplýsingar veitir Oddur í síma 782-9282 eða á oddur@remax.isSMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT sent strax.
SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D.Nánari lýsing:Forstofa / hol parket á gólfi.
Svefnherbergi 1 er inn af holi með harmonikkuhurð.
Svefnherbergi 2 er rúmgott með parketi á gólfi og fataskápum. Útgengt á svalir sem snúa í vestur.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, handlaug og salerni.
Eldhús korkur á gólfi, upprunaleg retro innrétting, útgengt á svalir sem snúa í suður með útsýni að Hallgrímskirkju.
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi.
Geymsla er í risi með ásamt sameiginlegu þvottahúsi.
Húsið hefur fengið gott viðhald, en nýlega er búið að endursteina húsið, skipta um glugga og einnig skipt um járn á þaki, þakglugga og timbur endurnýjað að hluta.
Rólegt hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, Kjarvalsstaði, Klambratún, verslanir og veitinga-og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. 8 mín. gangur er í Sundhöllina og leikskólana Nóaborg og Klambra, 10 mín. gangur í Austurbæjarskóla og 12 mín. gangur í Háteigsskóla og Ísaksskóla, Mikil uppbygging er á svæðinu, Hlemmur mathöll er í næsta nágrenni, einnig nýtt torg. Lokað hefur verið fyrir umferð um Hlemm þannig að lítil umferð er í kringum húsið.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk