Fasteignaleitin
Skráð 30. mars 2025
Deila eign
Deila

Breiðvangur 68

HæðHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
205.2 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
129.900.000 kr.
Fermetraverð
633.041 kr./m2
Fasteignamat
110.550.000 kr.
Brunabótamat
95.500.000 kr.
Byggt 1978
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2074122
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX, ásamt Garðari Hólm lgf. og Guðlaugu Jónu lgf. kynna: Fallega og einstaklega vel staðsetta 205,2 fm hæð í tvíbýlishúsi með bílskúr við Breiðvang 68, Hafnarfirði. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er íbúðareiningin sjálf 169,9 fm, bílskúrinn 35,3 fm.  Húsið er á á frábærum stað innst í botnlanga við hraunjaðar Garðabæjar, í rólegri götu.  Aðkoman að húsinu er snyrtileg. Frábær náttúra allt í kring um húsið.  Umhverfið er barnvænt, gangstígar og hjólastígar allt um kring. Einnig er stutt í alla helstu þjónustu svo sem matvörubúð, leikskóla, grunnskóla ofl. 


Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið inn í forstofu þar sem fatahengi og skóhillur eru. Undir stiga er lokuð smágeymsla. Þegar komið er upp teppalagðan stigann eru góðir fataskápar.
Hol: Rúmgott hol með sófa. Hægt að nota sem sjónvarpshol. Parket á gólfi.
Eldhús: Eldhúsið er með sérsmíðaðri innréttingu úr fallegri eik, brotinni upp með hvítum sprautlökkuðum skáp og hvítri skáphurð að tækjakskáp . Ljósar granítborðplötur. Mjög gott vinnu- og skápapláss. Góður tækjaskápur er í eldhúsi. Það var endurnýjað árið 2011. Flísar á gólfi.
Borðstofa/Stofa: Þær eru í samliggjandi opnu rými við eldhús. Mjög bjart og rúmgott. Þaðan er gengið út á  suðursvalir. Parket á gólfi.. 
Gestasalerni: Er með flísum á gólfi og veggjum. Handlaug, salerni og ofni. 
Svefnherbergi I-V: Svefnherbergin eru 5 í dag en voru 6 upprunalega og lítið mál að breyta því til baka. Það eru fataskápar í öllum herbergjum nema einu. Úr hjónaherbergi er útgengt á svalir sem snúa til austurs, með útsýni út í hreina náttúruna. Parket á gólfum.
Baðherbergið: Það var endurnýjað 2012 og er með fallegri eikarinnréttingu í sama stíl og í eldhúsi, með góðu skúffuplássi og ljósri granítborðplötu með handlaug. Speglaskápar eru á vegg fyrir ofan innréttingu. Handklæðaofn, baðkar og sturta með gler skilrúmi. Góður gluggi er á baðherbergi sem gerir rýmið skemmtilega bjart, einnig opnanlegur gluggi. Flísar á gólfi og veggjum..
Þvottahús: Er rúmgott með flísum á gólfi og þaðan er útgengt út á þak bílskúrs.
Bílskúr: Hann er 35,5 fm og innst í honum er stúkuð af geymsla. Hiti, heitt og kalt vatn er í bílskúr. 
Lóðin er sameiginleg og er hún hin snyrtilegasta. 

Annað:
Eldhúsið var endurnýjað 2012.
Baðherbergið var endurnýjað 2011. 
Gluggar og gler var endurnýjað að hluta fyrir um það bil 5 árum.
Allir ofnar í íbúð endurnýjaðir fyrir um það bil 5 árum.
Þakkantur og rennur voru endurnýjuð fyrir um það bil 5 árum.
Rafmagn:  Búið sð skipta um alla rofa og tengla, öll öryggi í rafmagnstöflu hafa verið endurnýjuð, 2024.

Nánari upplýsingar um eignina veita:
Garðar Hólm lgf. í gegnum gardar@remax.is eða s. 899-8811
Guðlaug Jóna lgf. í gegnum gulla@remax.is eða s. 661-2363

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hraunbrún 42
Opið hús:09. apríl kl 17:00-17:30
Skoða eignina Hraunbrún 42
Hraunbrún 42
220 Hafnarfjörður
226.8 m2
Einbýlishús
624
616 þ.kr./m2
139.800.000 kr.
Skoða eignina Sléttahraun 20
Bílskúr
Skoða eignina Sléttahraun 20
Sléttahraun 20
220 Hafnarfjörður
199.9 m2
Hæð
514
600 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Vallarbarð 2
Skoða eignina Vallarbarð 2
Vallarbarð 2
220 Hafnarfjörður
177.3 m2
Einbýlishús
423
733 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Holtsgata (Aukaíbúð) 13
Bílskúr
Holtsgata (Aukaíbúð) 13
220 Hafnarfjörður
189.5 m2
Einbýlishús
735
712 þ.kr./m2
135.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin