Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Gullengi 4, íbúð 201, 112 Grafarvogi:Um er að ræða fallega og bjarta 5 herbergja endaíbúð með sérinngangi í viðhaldslitlu fjölbýli.  Birt stærð er 140,4 fm og þar af er íbúðarhluti 130.2 fm og geymsla 10,2 fm. Húsið er  mjög vel staðsett í Engjahverfinu í Grafarvogi.
Eignin skiptist í anddyri, stofu / borðstofu, sjónvarpshol / gangur, eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu í sameign. Sameiginleg vagna- og hjólageymsla á fyrstu hæð.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXNánari lýsing. Anddyri: Rúmgott, góður fataskápur, flísar á gólfi.
Stofan / borðstofa: Í opnu alrými með eldhúsi, einstaklega rúmgóð og björt, parket á gólfi.
Sjónvarpshol / gangur: Opið sjónvarpshol, parket á gólfi. 
Eldhúsið:  Í opnu alrými með stofu, rúmgott með stórri innréttingu og eyju með skúffum og skápum, helluborð og háfur á eyju, bakaraofn, flísar milli skápa, útgengi út á stórar og skjólgóðar 14,2 fm suðaustur svalir, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott, mikið skápapláss, parket á gólfi. 
Svefnherbergi 2: Rúmgott, fataskápur, parket á gólfi. 
Svefnherbergi 3: Rúmgott, fataskápur, parket á gólfi. 
Svefnherbergi 4: Rúmgott, fataskápur, parket á gólfi. 
Baðherbergið: Baðherbergi er mjög rúmgott, góð innrétting, baðker, upphengt salerni, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Góð innrétting, skolvaskur, hillur, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi. 
Geymsla: Í kjallara er sér 10,2 fm sérgeymsla.
Sameign: Á fyrstu hæð er sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Staðsetning: Smellið hér. Húsið: Húsið steinsteypt, kjallari og þrjár hæðir, inngangur í íbúðir er um svalagang.  Húsið er byggt 2008 og í húsinu eru 9 íbúðir. 
Lóðin: Lóðin Gullengi 2, 4 og 6 er 6117 fm. Á lóðinni við Gullengi 4 eru 18 bílastæði og eru þau í óskiptri sameign allra íbúða hússins. Búið er að setja hleðslustöðvar (4 bíla) fyrir rafbíla á sameiginlegu bílastæði.
Virkilega falleg fjölskyldueign á frábærum stað þar sem stutt er í leik-, grunn- og framhaldsskóla, íþrótta- og afþreyingarmiðstöðina Egilshöll, Korpúlfsstaðavöll og verslunarmiðstöðina Spöngina. Eign sem vert er að skoða - sjón er sögu ríkari.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.