Lögeign kynnir eignina Lækjarvellir 2, 610 Grenivík,Um er að ræða vel skipulagða 104,5 m² íbúð í parhúsi, byggt árið 2003. Íbúðin er fjögurraherbergja og staðsett í göngufæri við bæði leikskóla og grunnskóla.
Nánari lýsing: Forstofa, Stofa, Baðherbergi, Eldhús, Geymsla, Þvottahús og þrjú svefnherbergi.Forstofa og þvottahús: komið er inn í flísalagða forstofu með fataskáp, inn af forstofu er flísalagt þvottahús með hvítri innréttingu og auka útgengi, stigi upp á geymsluloft er staðsettur í þvottahúsinu.
Geymsla: er flísalögð og staðsett á milli forstofu og baðherbergis.
Baðherbergi: er með ljósum flísum á gólfi, hvítri innréttingu, sturtuklefa og salerni.
Stofa og eldhús: eru í opnu rými með viðarlituðu parketi á gólfi, eldhúsinnréttingin er viðarlituð með bæði efri og neðri skápum og eldhúseyja sem aðskilur eldhús frá stofu. Útgengi er úr stofunni út á timburverönd.
Þrjú svefnherbergi: tvö barnaherbergi, eitt með fataskáp og Hjónaherbergi sem er sérlega rúmgott og með stórum fataskáp. Öll Svefnherbergin eru parketlögð.
Verönd: í kringum húsið er snyrtileg, gróinn garður og steyptur gangstígur upp að húsinu og steypt bílastæði sem rúmar tvo bíla við hliðina á íbúðinni.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu hermann@logeign.is og Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu Hinrik@logeign.is.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á