"Mjög gott verð"
Valhöll kynnir vel skipulagða og vandaða þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með yfirbyggðum svölum og bílastæði í bílakjallara við Drómundarvog 6 í Reykjavík.
Um er að ræða íbúð sem skráð er 88,3 m2 að stærð skv. fasteignaskrá HMS og þar af er 6,7 m2 geymsla innaf sameign. Húsið er byggt árið 2021.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi með þvottahúsi inn af, geymslu í kjallara auk sérmerkts bílastæðis í bílakjallara.
Vogabyggð er skjólsæl perla á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við hafið og náttúruna. Frábær kostur fyrir þá sem kjósa að búa í umhverfi, sem býður bæði upp á borgarbrag og í senn sterka tengingu við náttúruna. Hjóla- og göngustígar liggja meðfram ströndinni sem og upp í Elliðaárdal. Þá er Laugardalurinn innan seilingar og fjölbreytt verslun og þjónusta á Skeifusvæðinu.
Fasteignamat ársins 2026 verður 75.800.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða í tölvupósti á netfanginu snorribs@valholl.is
Nánari lýsing:
Forstofa: með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Eldhús: í alrými með fallegri innréttingu, eyju með helluborði, ofni í vinnuhæð, aðstöðu fyrir uppþvottarvél og harðparketi á gólfi.
Stofa / borðstofa: í alrými með eldhúsi með harðparketi á gólfi og útgengi á svalir með glerlokun og timburfjölum á gólfi.
Svefnherbergi I: rúmgott með fataskápum og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi II: með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: með innréttingu undir vaski og speglaskáp fyrir ofan vask, "walk in" sturtu, upphengdu salerni og flísum á gólfi og veggjum.
Þvottaaðsaða: inn á baðherbergi með góðri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, skolvask, skápum, opnanlegum glugga og flísum á gólfi.
Svalir: notalegar yfirbyggðar svalir með timburfjölum á gólfi.
Bílastæði: bílastæði í bílakjallara. Innangengt er úr bílakjallara í lyftu og stigahús.
Geymsla: 6,7 m2 sérgeymsla í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg hjóla í kjallara.
Húsfélagsgjöld eru 26.198 kr. á mánuði.
Eignarhlutur íbúðar í húsinu er 1,49%.
Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða í tölvupósti á netfanginu snorribs@valholl.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.