RE/MAX & & BJARNÝ BJÖRG KYNNA:Fimm herbergja einbýlishús með heitum pott á rúmlega 1 ha sælureit í Tjarnabyggð, skammt frá Selfossi.
Húsið er timburhús, byggt 2008. Lóðin er 1,1 ha eignarlóð og mjög gróðursæl með úrvali trjátegunda og blómplantna. Stórar flatir og góð svæði til ræktunnar. Tvö gróðurhús eru á lóðinni. Fyrir framan húsið er falleg tjörn með 350 gullfiskum og vatnaliljum.
Algjör sælureitur fyrir þá sem vilja búa í sveit en vera skammt frá þéttbýli.
Sjón er sögu ríkari!
Vinsamlegast skráið ykkur á opið hús sem verður haldið á sunnudaginn 24. Nóvember kl 14:00 - 15:00Allar nánari upplýsingar veitir: Bjarný Björg Arnórsdóttir lgf., í 694-2526 / bjarny@remax.is ** SMELLTU HÉR og fáðu strax sölyfirlit sent **** SMELLTU HÉR og skoðaðu MYNDBAND AF EIGNINNI**
Nánari lýsing:Töluverður byggingarréttur er á landinu, byggja má allt að 1500 fm, t.d. skemmu, hesthús eða gróðurhús.
Húsið er timburhús byggt 2008. Sólpallur með heitum potti í bakgarði. Hurðir út á sólpall úr stofu, eldhúsi og hjónaherbergi.
Innra skipulag. Forstofa með fataskáp. Rúmgott hol, stofa borðstofa og eldhús í opnu og björtu rými, harðparket á gólfi, upptekin loft með hvíttuðum panel. Kamína í stofu.
Eldhúsinnrétting frá IKEA, með eyju.
Þvottahús og geymsla inn af eldhúsi og útgangur.
Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, eitt þeirra er nýtt sem sjónvarpsherbergi. Fataskápar í þremur herbergjanna.
Harðparket á gólfum. Baðherbergi flísalagt, innrétting, sturta og tengi fyrir baðkar.
Hiti í gólfum með stýringu fyrir hvert rými. Á gangi framan við herbergi er fellistigi upp á geymsluloft.
Lóðin er einstök og ekki aðra eins lóð að finna á svæðinu. Mikil alúð hefur verið lögð í hana og bíður hún upp á spennandi kosti fyrir þá sem hafa yndi af ræktun.
Plastgróðurhús tvö eru ekki í skráðum fm, verið er að rækta í þeim jarðaber, vínber, aspas, plómur, myntu, ólífutré og fleira, en þau bjóða upp á skemmtilega möguleika í ræktun.
Garðurinn er skemmtileg uppsettur í honum er stæði fyrir varðeld og brekkusöng, búið er að gera fullbúið tjaldsvæði með rafmagnstenglum fyrir ættamót og aðra hittinga, í garðinum er niðurgrafið trampólín.
Tengill er á bílastæði fyrir rafmagnsbíla
Skipulag landsins er með þeim hætti að hægt er að útbúa ræktunarreiti ef áhugi er á slíku.
Algjör sælureitur fyrir þá sem vilja búa í sveit en vera skammt frá þéttbýli.Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Bjarný Björg Arnórsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 694-2526 eða á netfangið bjarny@remax.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
__________________________
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk