Fasteignaleitin
Skráð 20. ágúst 2025
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - La Finca Golf

EinbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
168 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
97.100.000 kr.
Fermetraverð
577.976 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
714280424
Húsgerð
Einbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Verönd og þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ Á LA FINCA GOLFVELLINUM* - *FRÁBÆR STAÐSETNING*

Vönduð og falleg einbýlishús við hinn glæsilega La Finca golfvöll, í þægilegu göngufæri frá Algorfa, skemmtilegum spænskum smábæ. Um 30 mín akstur suður af Alicante. Húsin eru á einni hæð, vel skipulögð með góðu alrými, þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Sér garður með einkasundlaug. Stór þakverönd með útsýni. Bílastæði inni á lokaðri lóð. Á sama stað er einnig mögulegt að velja hús með fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum og er þá fjórða herbergið + baðherbergi á efri hæð.
Til að skoða glæsilegt sýningarhús og fallegt umhverfi smellið HÉR

Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, adalheidur@spanareignir.is, GSM 00354 893 2495.
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, berta@spanareignir.is, GSM 0034 615 112 869.
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur, karl@spanareignir.is, GSM 00354 777 4277.


Nánari lýsing:
Húsið skiptist í gott eldhús, með góðri tengingu við útisvæði og stofu/borðstofu í rúmgóðu alrými.
Þrjú  svefnherbergi og tvö baðherbergi. Stærri hús eru líka í boði.

Út frá stofunni er stór verönd og góður, lokaður garður með flottri aðstöðu til að njóta sólar, grilla ofl. Einkasundlaug í garðinum.

Mikið innifalið:
Fullfrágenginn garður með einkasundlaug.
Stór þakverönd með góðu útsýni.
Rafmagnstæki í eldhúsi ásamt þvottavél.
Rafknúin gluggatjöld í stofu.
Hiti í gólfum á baðherbergjum.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.

Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða. 
Verð frá 670.000 evrum + kostn. (97100.000 ISK, gengi 1 evra=145 ISK)

Húsið er 122,15 fm. + 38,95 fm. verönd. Samtals 161.1 fm.
Einnig fylgir 133,65 fm. þakverönd.
Stórar lóðir, 470 - 510 fm.

Húsin eru vel staðsett í göngufæri við Klúbbhúsið á La Finca Golfvellinum. Gott úrval veitingastaða og verslana í litlum kjarna eru í stuttu göngufæri og Algorfa, skemmtilegur spænskur smábær með sál og sjarma er í þægilegu göngufæri. Einnig eru fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Campoamor, Las Colinas, Villamartin, Las Ramblas, Lo Romero, Roda Golf,  La Marquesa og fleiri.

Ca. 20 mín akstur er niður á ströndina. Ca. 10-20 mín akstur verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og La Zenia Boulevard. Ennfremur er stutt að keyra í skemmtilega bæi í næsta nágrenni, t.d. Algorfa, Benijofar, San Miguel de Salinas og Ciudad Quesada.

Glæsilegt fimm stjörnu golf og spa hótel í göngufæri. Þar er hægt að njóta dekurs og borða góðan mat.
Hér er um að ræða flotta eign fyrir golfara og fólk sem kann að njóta lífsins.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því verið ca. 13%.

Eiginleikar: þakverönd, útsýni, sér garður, einkasundlaug, bílastæði, ný eign,
Svæði: Costa Blanca, La Finca,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Las Ramblas Golf
Bílskúr
SPÁNAREIGNIR - Las Ramblas Golf
Spánn - Costa Blanca
215 m2
Einbýlishús
834
455 þ.kr./m2
97.800.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Lomas de Cabo Roig
SPÁNAREIGNIR - Lomas de Cabo Roig
Spánn - Costa Blanca
204 m2
Einbýlishús
423
462 þ.kr./m2
94.200.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
Spánn - Costa Blanca
169 m2
Einbýlishús
534
557 þ.kr./m2
94.100.000 kr.
Skoða eignina Vetrarbraut 2-4 íb217
Bílastæði
Opið hús:07. sept. kl 13:00-14:00
Vetrarbraut 2-4 íb217
210 Garðabær
109.5 m2
Fjölbýlishús
413
931 þ.kr./m2
101.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin