** Opið hús þriðjudaginn 28.október frá kl. 16:30 til 17:00 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 **
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Falleg og björt 3-4ra herbergja útsýnisíbúð á 5. hæð (efstu) í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Eignin er skráð 127,4 m2, þar af íbúð 99,7 m2 og bílskúr 27,7 m2. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, 2 svefnherbergi, stofu, borðstofu og bílskúr. Um er að ræða fallegt hús teiknað af Einari Sveinssyni arkitekt. Glæsilegt útsýni að Bláfjöllum, Keili, Bessastöðum, Akranesi, Akrafjalli, Esjunni og víðar. Frábær staðsetning í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í fallegar göngu- og hjólaleiðir, íþróttaaðstöðu KR, sundlaug Vesturbæjar, skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Talsvert af bílstæðum eru á lóð og búið er að setja upp sameiginlega hleðslustöðvar frá ON. Skv. upplýsingum frá húsfélagi og seljanda hefur eignin fengið talsvert viðhald: Nýbúið er að skipta um flest alla glugga, húsið múrviðgert og málað, strompur tekinn og settar nýjar plötur þar ásamt því að þakskegg var endurnýjað. Árið 2022 var eldhús endurnýjað. Svalir málaðar með epoxý árið 2020. Þak var málað og gert við þakplötur árið 2019. Fóðrun og endurnýjun á skolplögn undir húsinu árið 2018. Parket slípað upp árið 2017. Bílskúrshurð endurnýjuð árið 2015. Nokkur ár eru síðan húsið var drenað og allar frárennslislagnir fóðraðar út að brunni.Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.Nánari lýsing:Forstofa er stór með gegnheilu parketi og skáp.
Eldhús er með fallegri innréttingu og flotuðu gólfi. Var endurnýjað árið 2022. Í innréttingu er ofn, helluborð, vaskur og innbyggð uppþvottavél. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu.
Stofa og
borðstofa eru björtu og rúmgóðu rými með gegnheilu parketi. Auðvelt væri að útbúa auka svefnherbergi. Úr stofu er gengið út á
svalir í suðurátt. Stórir gluggar með glæsilegu útsýni allt frá Bláfjöllum, að Keili, Bessastöðum og víðar.
Svefnherbergi nr. 1 er rúmgott, með gegnheilu parketi á gólfi og innbyggðum fataskápum. Gluggar til norðurs með mjög fallegu útsýni.
Svefnherbergi nr. 2 er rúmgott, með gegnheilu parketi á gólfi og innbyggðum fataskápum. Gluggar til suðurs með glæsilegu útsýni.
Baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi. Á baði er innrétting með skolvask og þvottavél sem fylgir, handklæðaofni og sturtu.
Bílskúr er bílskúrslengju á lóð, nýleg bílskúrshurð, málað gólf, bílskúrshurðopnari hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl fylgir. Í bílskúrnum er hiti, rafmagn, heitt og kalt vatn.
Íbúðinni fylgir sameignileg hjóla- og vagnageymsla. Einnig eru matjurtakassar í garði þar sem hver eigandi hefur sinn kassa.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 96.700.000,-
Verð kr. 96.900.000,-