Falleg og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Yfirbyggðar/innbyggðar svalir , þar fyrir framan er síðan hellulögð afgirt verönd sem snýr í suðvestur.
Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði í bílageymslu
Allar nánari upplýsingar gefur Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
Nánari lýsing.
Forstofa: flísar á gólfi, fataskápar.
Stofa/borðstofa: rúmgóð og björt stofa, eikarparket á gólfi, opin við eldhús. Útgengt á yfirbyggðar svalir íbúðarinnar sem eru flísalagðar, rennihurðir og þaðan er hægt að ganga út á hellulagða afgirta verönd sem snýr í suðvestur.
Eldhús: svörtbæsuð innrétting með, gott skápapláss, eikarparket á gólfi.
Gestasalerni: flísar á gólfi og hluta veggja, upphengt salerni, innrétting undir vaski.
Svefnherbergi 1: rúmgott herbergi, eikarparket á gólfi, þrefaldur fataskápur.
Svefnherberbergi 2: einnig gott herbergi, eikarparket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: flísar á gólfi, gengið slétt inn í flísalagðan sturtuklefa með glervegg, upphengt salerni, innrétting undir vaski og efri skápur. Innrétting með tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt skolvask er einnig á baðherbergi.
Íbúðinni fylgir sérgeymsla í kjallara hússins. Sérmerkt bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni.
Góð eign á frábærum stað í Vesturbænum. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu - Grandinn og miðborgin í göngufæri
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
12/08/2020 | 58.700.000 kr. | 59.500.000 kr. | 110.6 m2 | 537.974 kr. | Já |
07/03/2017 | 52.450.000 kr. | 52.000.000 kr. | 110.6 m2 | 470.162 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
107 | 97.4 | 94,9 | ||
107 | 84.1 | 94,9 | ||
103 | 110 | 94,9 | ||
101 | 95.4 | 99,9 | ||
104 | 142.5 | 99,5 |