Byr fasteignasala kynnir í einkasölu GULLENGI 33, Grafarvogi Fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í fjölbýlishúsi í Grafarvogi.
EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA, ÁÐUR AUGLÝST OPIÐ HÚS FELLUR ÞVÍ NIÐUR.
LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING. Stutt í alla almenna þjónustu og afþreyingu og gönguleiðir. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er steypt, þrjár hæðir auk kjallara, eignin skiptist í íbúð 80.4 m² og geymslu í sameign 6.3 m² samtals 86.7 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Anddyri, hol, stofa og borðstofa, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús.
Í sameign: Sér geymsla er í sameign ásamt vagna- og hjólageymslu.
Nánari lýsing:Gengið er upp tröppur hálfa hæð.
Sérinngangur er frá svölum.
Anddyri, flísar á gólfi, frá
anddyri er gengið inn í
hol sem liggur að öðrum rýmum íbúðarinnar.
Stofa og borðstofa, útgengt er út á
svalir 13,7 m² (birt stærð) frá stofu, svalir liggja meðfram allri íbúðinni.
Eldhús er opið við stofu, Gorenje eldavél, Electrolux vifta, Liebherr ísskápur og Siemens uppþvottavél fylgja.
Herbergin eru í dag þrjú (voru áður tvö), fataskápar eru í tveimur þeirra. Þriðja herbergið (gengið inn frá stofu) var áður borðstofa (ekki fataskápur).
Baðherbergi, baðkar, salerni og handlaug, speglaskápur, veggir flísalagðir að hluta og dúkur á gólfum.
Þvottahús er innan íbúðar, stálvaskur, hillur.
Gólfefni, parket er á holi, stofu, borðstofu, eldhúsi og svefnherbergjum. Flísar á anddyri, dúkur á baðherbergi. Málað gólf í þvottahúsi.
Sér geymsla er í sameign í kjallara, ásamt vagna- og hjólageymslu.
Húsið Gullengi 33 er fyrir miðju í lengju húsanna Gullengi nr. 29-39. Húsið var málað að utan árið 2018 og svalir yfirfarnar.
Fyrir aftan hús er leiksvæði með leiktækjum og grasflöt. 62 bílastæði eru á lóðinni og eru afnot þeirra í óskiptri sameign allra íbúða í húsinu Gullengi 29-39.
Lóðin er sameiginleg 5857.0 m² leigulóð í eigu Reykjavíkurborgar. Húsfélag er starfandi í húsinu.
Árið 2022: Skipt var út aðalhurð og sorpgeymsluhurð. Tréverk (gluggar og hurðir) skafið og slípað, gunnað og málað. Bílastæði máluð og malbiksviðgerð. Skipt var um plötur á handriði, þær festar í handriðið og steinvegg. Árið 2023: Hreinsun og fóðrun neysluvatnslagna.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 221-3850.Stærð: Íbúð 80.4 m². Geymsla 6.3 m² Samtals 86.7 m².
Brunabótamat: 44.950.000 kr.
Fasteignamat: 59.950.000 kr - Fyrirhugað fasteignamat 2026 kr. 64.950.000.-
Byggingarár: 1994.
Byggingarefni: Steypa.