ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu spennandi og rúmgott einbýlishús með mikla möguleika: Heiðarvegur 8, 230 Reykjanesbæ, Eignin er skráð 290.6 fm hjá FMR. Eignin hefur mikla möguleika og hefur verið rekið Airbnb á efri hæð hússins með góðum árangri síðastliðin ár.
Eignin er á tveimur hæðum með stóru innangengu sólhúsi í baklóð þar sem einnig er innangengt í innréttaðan bílskúr, bílskýli er í framhaldi af bílskúr. Einnig er góð eldhúsaðstaða með stórum gluggum í garðskúr að framanverðu húsinu.
Eignin skiptist í eftirfarandi rými:* 6 stór svefnherbergi (möguleiki á að fjölga töluvert)
* 4 stofurými (stofa og borðstofa, sólstofa og miðrými á efri hæð)
* 2 eldhús (eitt mjög rúmgott á neðri hæð og annað minna í garðskúr)
* 3 fullbúin baðherbergi (eitt á neðri hæð og tvö á efri hæð)
* Þvottahús
* Bílskýli
* Fasteignamat fyrir næsta ár 105.600.000kr
Nánari upplýsingar veitir:
Unnur Svava Sverrisdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 868-2555, tölvupóstur unnur@allt.is.Nánari lýsing eignar:
Neðri hæð: Komið er inn í flísalagða forstofu og rúmgott forstofuhol. rúmgóð og björt stofa, borðstofa og eldhús með miklu skápaplássi, hjónaherbergi, baðherbergi og þvottahús. Innangengt er í stóra sólstofu frá neðri hæð, frá sólstofu er gengið inn í rúmgóðan bílskúr með herbergi, innangengum klæðaskáp og setustofu. Þar er mögulegt að setja upp salerni og eldhús. Að framanverðu húsinu er 15fm skúr sem nýttur hefur verið sem eldhúsaðstaða fyrir Airbnb rekstur efri hæðarinnar.
Efri hæð: Gegnið er upp flísalagðan stiga frá holi upp á efri hæð, þar er góð setustofa 4 mjög rúmgóð svefnherbebergi og tvö baðherbergi. Kalt geymsluloft er yfir efri hæð. Á efri hæð hússins hefur verið rekið Airbnb, með mjög góðum árangri.
Eignin hefur mikla möguleika og er staðsett mjög miðsvæðis í Keflavík, Reykjanesbæ í göngufæri við miðbæinn, verslunarmiðstöð og alla helstu þjónustu.
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.