LIND fasteignasala kynnir bjarta þriggja herbergja 81,6 fm íbúð á 2. hæð við Eyjabakka 5 í neðra Breiðholti.
Íbúðin er skráð 81,6 fm skv. HMS, þar af er 6,5 fm geymsla. Rúmgott alrými með stofurými yfir gróðursælan garð með leikvelli. Gler og gluggar endurnýjað á síðustu þremur árum og skipt var um ofna 2024. Sameign snyrtileg og næg sameiginleg bílastæði eru fyrir framan húsið. Einstaklega fjölskylduvænu hverfi og sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Eignin skiptist í: Forstofu, borðstofu/stofu, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi.
Nánari lýsing:
Anddyri: Parket á gólfi, skápur.
Stofa/borðstofa: Björt og opin, parket á gólfi, útgengt á svalir sem snúa til suðurs .
Eldhús: Korkflísar á gólfi, hvít innrétting með ljósri borðplötu.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, baðkar með sturtu, speglaskápur.
Hjónaherbergi: Rúmgott, parket á gólfi, rúmgóður skápur.
Svefnherbergi: Parket á gólfi, skápur.
Geymsla: Í kjallara, 6,5 fm að stærð, ásamt vagna- og hjólageymslu í sameign.
Allar upplýsingar um eignina veitir Tara Sif Birgisdóttir löggiltur fasteignasali í síma 847 8584 / tara@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.