Fasteignaleitin
Skráð 1. apríl 2025
Deila eign
Deila

Laugarnesvegur 116

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
87.3 m2
2 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
65.900.000 kr.
Fermetraverð
754.868 kr./m2
Fasteignamat
57.750.000 kr.
Brunabótamat
41.350.000 kr.
HB
Helgi Bjartur Þorvarðarson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1959
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2225499
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
sagt í lagi
Raflagnir
sagt í lagi
Frárennslislagnir
sagt í lagi
Gluggar / Gler
endurnýjaðir
Þak
sagt í lagi
Svalir
nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Samkvæmt seljanda eru einu fyrirhugaðar framkvæmdir þær að skipta á út höldum á gluggum sem verður á kostnað seljanda. Einnig hefur verið samþykkt að helluleggja fyrir utan innganginn á kostnað húsfélagsins.

Á aðalfundi 2024 var samþykkt var tilboð í endurnýjun á veltigluggalömum að upphæð 18.256.268 kr. Get er ráðfyrir framkvæmdainnheimtu júlí-október 2024 vegna málsins. Innheimtu er lokið. Einnig á að skoða hvers vegna stétt er að skemmast. Einnig verður sprunguviðgerðum haldið áfram. Sjá aðalfundargerð 30.04.2024
Gallar
Seljandi vill að það komi fram að parketlagt var yfir gegnheilt parket, íbúðin var öll rakamæld áður
ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu fallega og bjarta 3ja herbergja 87,3 fm. jarðhæð að Laugarnesvegi 116 með sérinngangi úr bakgarði. Eignin er að mestu leyti nýtekin í gegn. Nýlegir ofnar í íbúðinni. Þvottahús inn af baðherbergi. Herbergin björt og falleg með stórum gluggum. Eign sem vert er að skoða.  

Nánari lýsing: Forstofa, eldhús, stofa/borðstofa, gangur, tvö svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi.  Í sameign er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, þvottahús og geymsla sem hægt er að leigja af húsfélaginu.  

Endurbætur sem seljandi hefur ráðist í á eigninni.
  • Allir ofnar endurnýjaðir árið 2020
  • Nýtt baðherbergi árið 2020
  • Nýtt eldhús árið 2023
  • Ný útidyrahurð árið 2024
  • Nýtt parket árið 2024
  • Forstofa flotuð og máluð árið 2025
  • Nýr fataskápur í ganginum árið 2025
Sameiginlegur inngangur er í íbúðina en sérinngangur er úr bakgarði sem eigendur notast mest við.

Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi.
Eldhús: Eldhúsið er með parketi á gólfi og fallegri innréttingu með góðu skápaplássi. Flísar upp hálfa veggi og áfast eldhúsborð við innréttingu. 
Gangur: Parket á gólfi og skápur með miklu skápaplássi. Lítil geymsla er á ganginum.
Stofa/borðstofa: Stofan er rúmgóð og björt með parketi á gólfi.
Herbergi: Tvö herbergi eru í íbúðinni með parketi á gólfum. Hjónaherbergið er rúmgott og bjart.   
Baðherbergi: Baðherbergið er nýlega tekið í gegn. Flísalagt í hólf og gólf, flísalögð sturta, upphengt klósett og falleg innrétting. Gluggi er inni á baðherbergi.
Þvottahús: Þvottahúsið er inn af baðherbergi, með flísum á gólfi.  
Sameiginlegt þvottahús er í sameign ásamt hjóla og vagnageymslu. 

Hér er um að ræða mjög góða og vel skipulagða eign á vinsælum stað í Reykjavík. Íbúðin er björt með stórum gluggum og hátt til lofts. Stutt í alla almenna þjónustu, Sundlaug, skóla og leikskóla. Eign sem vert er að skoða. Tilvalin fyrstu kaup. 

Nánari upplýsingar veita:

Helgi Bjartur Þorvarðarson
Löggiltur fasteignasali,
í síma 7702023,
Netfang helgi@allt.is

Páll Þorbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Síma 560-5501
Netfang pall@allt.is


ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/11/202035.750.000 kr.40.000.000 kr.87.3 m2458.190 kr.
16/07/201520.350.000 kr.23.300.000 kr.87.3 m2266.895 kr.Nei
14/01/200818.450.000 kr.20.500.000 kr.87.3 m2234.822 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Stúfholt 3
Skoða eignina Stúfholt 3
Stúfholt 3
105 Reykjavík
79 m2
Fjölbýlishús
312
872 þ.kr./m2
68.900.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 7
Skoða eignina Skipholt 7
Skipholt 7
105 Reykjavík
69.1 m2
Fjölbýlishús
211
925 þ.kr./m2
63.900.000 kr.
Skoða eignina Hátún 4
Opið hús:03. apríl kl 16:45-17:15
Skoða eignina Hátún 4
Hátún 4
105 Reykjavík
77.3 m2
Fjölbýlishús
312
878 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Skoða eignina Hraunteigur 11
Skoða eignina Hraunteigur 11
Hraunteigur 11
105 Reykjavík
86.6 m2
Fjölbýlishús
312
738 þ.kr./m2
63.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin