Miklaborg kynnir: Austurvegur 34, 800 Selfoss
Björt og glæsileg fjögurra herbergja íbúð á 3. og efstu hæð með stórum þaksvölum til suðurs og heitum potti. Um er að ræða einstaklega bjarta og vel skipulagða eign með opnu alrými, ásamt bílskúr sem innréttaður er sem stúdíóíbúð. Eignin býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika og hentar jafnt fjölskyldum sem þeim sem leita að rýmri og vandaðri íbúð í miðbæ Selfoss.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Sæmann í síma 691-2312 eða með tölvupósti á osa@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi og hvítum fataskáp. Inn af forstofu er gestasalerni með flísum á gólfi og veggjum að hluta, góðri innréttingu með skúffum, upphengdu salerni og walk-in sturtu með glerskilrúmi. Stofa, borðstofa og eldhús eru í björtu og rúmgóðu opnu rými með parketi á gólfi og góðum gluggum sem snúa til norðurs. Eldhúsið er með ljósri innréttingu, svörtum steini á borðum, innbyggðri uppþvottavél, bakaraofni í vinnuhæð og plássi fyrir stóran ísskáp.
Á neðri hæð er einnig svefnherbergi með parketi á gólfi, góðum fataskáp og drottningasvölum. Undir stiga er geymsla þar sem komið hefur verið fyrir skolvaski ásamt tengingum fyrir þvottavél og þurrkara. Stigi upp á efri hæð er málaður timburstigi.
Á efri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpshol á stigapalli og útgengi út á stórar þaksvalir til suðurs með heitum potti. Rýmið er undir súð sem skapar hlýlegt og notalegt andrúmsloft. Hjónaherbergið er með parketi á gólfi og sérbaðherbergi. Baðherbergið er flísalagt og búið upphengdu salerni, baðkari, handklæðaofni og innréttingu með vask og spegli. Barnaherbergið er með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Eigninni fylgir bílskúr sem hefur verið innréttaður sem stúdíóíbúð. Þar eru stofa og eldhús í opnu rými með parketi á gólfi og af stofu hefur verið stúkað af horn fyrir herbergi. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, upphengdu salerni, innréttingu með vask og walk-in sturtu.
Bílastæði fyrir framan bílskúr er séreign íbúðarinnar. Önnur bílastæði eru samkvæmt eignaskiptasamningi sameign íbúðanna, þó þau stæði sem eru norðan við húsið séu ætluð verslunarrekstri á jarðhæð hússins. Hefð hefur skapast fyrir því að hver íbúð nýti eitt bílastæði meðfram húsinu.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 19/02/2013 | 18.850.000 kr. | 17.200.000 kr. | 151.3 m2 | 113.681 kr. | Nei |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
800 | 175.1 | 91,9 | ||
800 | 190.3 | 98,5 | ||
800 | 127.4 | 98 | ||
800 | 193.9 | 98,9 | ||
800 | 161.7 | 89,9 |