**LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING** LIND fasteignasala og Lára Þyri, löggiltur fasteignasali kynna rúmgóða, bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð (1. hæð frá inngangi, hálf hæð upp) með sérafnotareit og stæði í lokaðri bílageymslu í snyrtilegu lyftuhúsi við Naustabryggju 33 í Reykjavík. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, eldhús og stofa í opnu rými, útgengi á hellulagðan sérafnotareit í suður. Sér þvottahús innan íbúðar. Vandaðar innréttingar frá GKS, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Húsið er byggt 2016, er klætt að utan og því viðhaldslétt.
Björt og falleg eign sem vert er að skoða.
ÍBÚÐIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.Íbúð 105:Forstofa: Parket á gólfi, fataskápur.
Eldhús: Parket á gólfi, ljós innrétting með dökkri borðplötu og góðu skápaplássi, eldunareyja. Eldhús og stofa eru í opnu rými.
Stofa: Rúmgóð og björt. Parket á gólfi, útgengi á hellulagðan sérafnotareit í suður.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi, fataskápur.
Svefnherbergi II: Parket á gólfi, fataskápur.
Svefnherbergi III: Parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja. Hvít innrétting með handlaug, sturta með sturtugleri, upphengt salerni, handklæðaofn.
Þvottahús er innan íbúðar. Flísar á gólfi, hvít innrétting með góðu skápaplássi, skolvaskur.
Sérgeymsla (11,2 fm) í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Sérmerkt stæði í lokaðri bílageymslu fylgir eigninni.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Lára Þyri Eggertsdóttir, löggiltur fasteignasali/B.A. í lögfræði í síma 899-3335 eða lara@fastlind.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.