Kasa fasteignir 461-2010.
Kasa Fasteignir kynnir eignina Brekkugata 38, 600 Akureyri.
Rúmgóð 2 herbergja 104,6 fm jarðhæð með sólstofu og bílastæði í bílakjallara. Góð staðsetning rétt við verslun og þjónustu.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús/stofu í sama rými, eitt svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og sólskála ásamt sér geymslu í sameign og bílastæði í bílakjallara.
Íbúðin telur 97,3 fm og sér geymsla í sameign 7,3 fm.
Forstofa er með parketi á gólfi, þar er rúmgóður eikar fataskápur og fata hengi.
Stofa og eldhús eru saman í opnu rými, parket á gólfi, góð eikar innrétting með miklu skápaplássi, pláss fyrir uppþvottavél og ísskáp. Bakaraofn í vinnuhæð. Eyja með irjóttri bekkjarplötu, á eyjunni er keramik hella.
Út úr stofu er gengið á flísalagða sólstofu með ágætis útsýni. Útgönguhurð er á sólstofu.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, góð eikar innrétting með vaski, sturtuklefi og upphengt salerni.
Svefnherbergi parketlagt með rúmgóðum eikar skápum.
Þvottahús með flísum á gólfi, skápar, vaskur og hillur.
Geymsla er í sameign, staðsett rétt við íbúðina.
- Stæði í bílgeymslu.
- Glerártorg og miðbær í göngufæri.
- Vel við haldin blokk á frábærum stað.
- Gólfhiti er í íbúðinni.
Nánari upplýsingar veita:
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.
------------
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.