Fasteignasalan TORG kynnir: Fjölskylduvænt 4-5 herbergja parhús á þremur hæðum með kjallara, alls skráð 183,4fm, sem hefur verið algjörlega endurnýjað (lokaúttekt 2021*). Húsið skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi, hjónasvítu, 3 baðherbergi, gestasalerni, þvottaherbergi, og aðalrými sem skiptist í stofu og eldhús/borðstofu með útgengi á verönd ásamt kjallara undir hluta hússins. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Gunnlaugsson, fasteignasali GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.isSækja söluyfirlit HÉRNánari lýsing: Komið er inn í húsið á
jarðhæð, á hlið hússins, inn í forstofu með góðum fataskáp.Við hlið forstofu er þvottaherbergi með góðri innréttingu og glugga. Einnig er tvö svefnherbergi með baðherbergi inn af þeim, auk eldhúskrók og bæði með sér inngangi. Jarðhæð er skráð 72,5fm.
Önnur hæð: úr forstofu er timburstigi upp á aðra hæð, við uppgang er gestasalerni og hæðin sem skiptist í stofu og stórt eldhús / borðstofu með útgengi út á timburpall. Eldhúsið er með gaseldavél, innfeldri uppþvottavel (ASKO) tveimur ofnum og rými fyrir tvo ísskápa. Önnur hæð er skráð 72,5fm.
Þriðja hæð: Hjónasvíta með góðu baðherbergi og útgengi út á hellulagða verönd með heitapotti. Skráð 21,3fm
Kjallari: er snyrtilegur, opin með inntök og lítin glugga, skráð 17,1fm
Lóð: snyrtileg, í góðri rækt.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Gunnlaugsson, fasteignasali GSM: 898-6106 eða sigurdur@fstorg.isForsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,-. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.