LIND Fasteignasala og Guðmundur lgfs kynna Valhúsabraut 1. Glæsilegt parhús með stórfenglegu útsýni á sunnanverðu Seltjarnarnesi.
Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar og hannaðar af innanhússarkitekt.
Ekki verður haldið opið hús í eigninni, bókið skoðun hjá:
Guðmundi Lgfs í síma 898-5115 / Gudmundur@fastlind.is
Efri hæð:
Forstofa með flísum á gólfi og góðum skápum.
Gestasalerni flísalagt að hluta með upphengdu salerni og fallegri innréttingu.
Stofa er rúmgóð, parketlögð með fallegum arni og útsýni til sjávar.
Borðstofa parketlögð með útgengi á suðursvalir og fallegu útsýni yfir Keili, Reykjanes og til sjávar. Stofa og borðstofa eru samliggjand.
Eldhús með endunýjaðri innréttingu, steinn á borði, innfelldur ískápur frá Siemens, tveir Siemens ofnar og uppþvottavél frá Siemens og tveir innbyggðir tækjaskápar eru í eldhúsi. Fallegur viðarhringstigi er á milli hæða.
Bílskúr með millilofti.
Neðri hæð:
Hjónaherbergi parketlagt með fataherbergi, útgengi á suðurpall.
Barnaherbergi I parketlagt, rúmgott með stórum og litlum glugga.
Barnaherbergi II parketlagt rúmgott og bjart með góðum skápum.
Baðherbergi flísalagt með rúmgóðri innréttingu, sturtu, baðkari, upphengdu salerni og glugga.
Sjónvarpsherbergi parketlagt.
Heimaskrifstofa parketlögð.
Þvottahús flísalagt með góðri innréttingu þar sem þvottavél og þurkari eru í vinnuhæð, opnanlegur gluggi og hurð út á stétt.
Lóð: Hellulagt upphitað bílaplan og stétt niður í garð, í garðinum er stór pallur sem snýr til suðurs, skjólveggur er við pallinn, á lóð er einnig gras ásamt fallegum gróðri.
Sérstaklega vel staðsett hús á sunnanverðu Seltjarnarnesi þar sem stutt er í falleg útivistasvæði, skóla, leikskóla tómstundir og alla helstu þjónustu. Húsinu hefur verið vel við haldið.
Saga hússins:
Arkitekt: Hróbjartur Hróbjartsson. Húsið keypt tilbúið undir tréverk 1978. Flutt inn í húsið jan. 1980
1994: var húsið endurinnréttað og hannað eftir hugmyndum Margrétar Sigfúsdóttur innanhússarkitekts.
Veggir í stofu – utan um eldhús klæddir með gifsplötum, parket lagt á stofu ný innrétting í forstofu, ný eldhúsinnrétting, ný baðinnrétting nýjar eikarhurðir, sérsmíðaðir skápar í svefnherbergi og annað barnaherbergið
2002: Ný innrétting í forstofubaðherbergi, arni breytt (Upprunalegur arinn hlaðinn 1989 af Loga Eldon, 2002 var arininn klæddur með grágrýti (frá Steinsmiðjunni Rein), ný innrétting í þvottahús
2023: Nóv / des – skipt um glugga við stiga, borðstofu, ný svalahurð, nýr skágluggi.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Hallgrímsson Löggiltur fasteignasali í síma 898-5115 / Gudmundur@fastlind.is
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900,