BYR fasteignasala kynnir í einkasölu BAUGSTJÖRN 1, 800 Selfoss. Þriggja herbergja parhús á einni hæð með bílskúr.
Stutt í alla almenna þjónustu og útivistarsvæði, íþróttasvæði, leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli í göngufæri.Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er steypt byggt árið 1993. Eignin skiptist í íbúð 76.5 m² og bílskúr 37.6 m², samtals 114.1 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, stofa og borðstofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi, bílskúr og geymsla.
Nánari lýsing: Anddyri með flísum á gólfi.
Eldhús, Brúnás innréttingar, Samsung helluborð, ofn í vinnuhæð, innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja. Innangengt er í bílskúr úr eldhúsi (eldvarnarhurð 60 mín).
Stofa og borðstofa með harðparketi á gólfi, útgengt er úr borðstofu út á
timburverönd til suðurs og vesturs.
Hjónaherbergi er með fjórföldum fataskáp, harðparket á gólfi
Barnaherbergi, harðparket á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi, fíbóplötur á veggjum,
sturtuklefi, upphengt salerni, vaskinnrétting, speglaskápur og handklæðaofn.
Bílskúr, málað gólf. Þvottaaðstaða er í bílskúr, milliloft. Inntök og rafmagnstafla eru í bílskúr.
Rafræn opnun er á bílskúrshurð (virkar ekki), útgengt er við hlið bílskúrshurðar, innangengt er í eldhús, útgengt er í bakgarð úr bílskúr.
Húsið og garðurinn hefur verið talsvert endurnýjað að innan á árunum 2022-2023:Meðal annars var skipt um öll gólfefni innanhúss. Brúnás innréttingar í eldhúsi og baðherbergi ásamt fataskápum, innihurðar úr Birgisson nema eldvarnarhurð í bílskúr er úr Brúnás.
Dregið nýtt í töflu fyrir helluborð og tengja þrjá fasa inní töflu. Nýir sólbekkir voru settir í alla glugga (Brúnás).
Parhúsið Baugstjörn 1-3 er steypt á einni hæð, járn á þaki, timburgluggar og hurðar. Lóð er gróin, timburverönd er við inngangi hússins og meðfram húsi að framanverðu til suðurs og til vesturs.
Möl er í bílaplani, stæði fyrir tvær bifreiðar.
Lóðin er 996,4m² leigulóð í eigu Sveitarfélagsins Árborgar.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 221-6519.Stærð: Íbúð 114.1 m².
Brunabótamat: 60.200.000 kr.
Fasteignamat: 61.100.000 kr
Byggingarár: 1993.
Byggingarefni: Steypa.