Fasteignaleitin
Skráð 17. okt. 2025
Deila eign
Deila

Sjávarborg 1A

RaðhúsSuðurnes/Vogar-190
130.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
99.600.000 kr.
Fermetraverð
763.804 kr./m2
Fasteignamat
6.550.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Sigurjón Rúnarsson
Sigurjón Rúnarsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2024
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2523182
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Upphitun
Hiti í gólfi
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
0 - Úthlutað
ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina: Sjávarborg 1A, 190 Vogar, birt stærð 130,4 fm. 

Nýtt fimm herbergja endaraðhús á einni hæð við Sjávarborg 1 í Grænubyggð. 
Eignin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu og eldhús í opnu rými, baðherbergi, þvottahús/geymsla, fjögur svefnherbergi, viðarpallur með heitum potti.

** Gólfsíðir gluggar í alrými.
** Danfoss stýrikerfi fyrir gólfhita.
** Aukin lofthæð.
** Fullbúið með gólfefnum og tækjum.
** Rafmagnshleðslustöð á bílastæði.
** Heitur pottur á verönd.
** Niðurlímt parket ( askur ) á gólfum. Flísar á votrýmum.
** Íbúðir skilast allar fullbúnar (samkvæmt skilalýsingu).


Nánari upplýsingar veitir/veita:
Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 698-6655, tölvupóstur pall@allt.is.
Sigurjón Rúnarsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5524, tölvupóstur sigurjon@allt.is.


Arkitekt húsanna er TEIKNA - Teiknistofa arkitekta.

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Er með flísum á gólfum og rúmgóðum fataskápum.
Stofa og borðstofa er í opnu alrými með eldhúsi, rúmgóð stofa með útgengi á sólpall sem klæddur er með fallegu lerki, búið er að koma fyrir heitum pott, lofthæð innan eignarinnar á hæsta punkt eru um fjórir metrar og setur það mikinn svip á stofuna. Innfelld lýsing þar sem á við.
Eldhús: er opið við stofu. Eldhúsinnrétting er hvít melamine með ljósri Quartz borðplötu. Með hverri íbúð fylgir span helluborð með gufugleypi, bakarofn, örbylguofn, innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti.
Svefnherbergi eru fjögur talsins þeim fylgja fataskápar í sama lit og efni og er á eldhúsinnréttingu. Parket á gólfum.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með 60x60 flísum, upphengt salerni, sturtuklefi og innrétting við vask með ljúflokun á skúffum, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 
Þvottahús / Geymsla er með flísum á gólfi, innrétting með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

Verandir við bakhlið eru úr timbri (lerki). Stéttir og bílastæði við aðkomuhlið íbúða eru hellulögn og snjóbræðsla er í gangstéttum. Eignir eru afhentar án trjágróðurs á lóð. Bílastæði er fyrir framan hvert hús.

Sjávarborg er staðsett í Grænubyggð sem er hverfi sem mun byggjast upp á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Sérstaklega vel staðsett fyrir þá sem vilja vera í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í rólegu og fjölskylduvænu umhverfi. Vogar er einstaklega barnvænt sveitarfélag og þar er stutt í alla helstu þjónustu og tómstundir.

Kaupendur greiða skipulagsgjald sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati íbúðarinnar.


Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.

ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sjávarborg 5A
Skoða eignina Sjávarborg 5A
Sjávarborg 5A
190 Vogar
130.4 m2
Raðhús
413
764 þ.kr./m2
99.600.000 kr.
Skoða eignina Sjávarborg 5A
Skoða eignina Sjávarborg 5A
Sjávarborg 5A
190 Vogar
130.4 m2
Raðhús
413
764 þ.kr./m2
99.600.000 kr.
Skoða eignina Sjávarborg 5
Skoða eignina Sjávarborg 5
Sjávarborg 5
190 Vogar
130.4 m2
Raðhús
414
728 þ.kr./m2
94.900.000 kr.
Skoða eignina Sjávarborg 1 A
Skoða eignina Sjávarborg 1 A
Sjávarborg 1 A
190 Vogar
130.4 m2
Raðhús
413
764 þ.kr./m2
99.600.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin