Berglind Hólm lgfs. og RE/MAX kynna: Íbúðin getur verið laus fljótlega.
Falleg björt og mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð (2 svefnherbergi + 2 stofur) í fjölbýlishúsi sem hefur fengið gott viðhald í gegnum árin, staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Stutt er í leikskóla, skóla og alla helstu þjónustu og verslanir frá eigninni.
Íbúðin er á 1.hæð hússins, aðeins gengið upp ½ hæð frá anddyri hússins.
Endurbætur á íbúð:
Eldhús 2024
Rafmagnstafla, rafmagn endurídregið og tenglar 2024
Baðherbergi 2023
Fataskápar og kústaskápur 2023
Nýtt gólfefni á alrými 2019
Nýjar hurðar 2018
Skipt um glugga í íbúðinni í framhlið 2017,
Endurbætur við sameign á liðnum árum samkvæmt upplýsingum frá húsfélagi:
2024 Eldvarnarhurðar í stigagangi.
2023 Dren endurnýjað fyrir framan hús og nýjar hellur og hitalögn lögð í stétt. Skólplagnir endurnýjaðar í kjallara frá húsi út í brunn.
2020 Þakpappi og þakjárn endurnýjað.
2017 Steypuviðgerðir að utan og hús málað.
2017 Skipt um glugga í austur hlið íbúðarinnar.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
Nánari lýsingar eignar:Gengið er inn í anddyri á jarðhæð og er þaðan aðeins ½ hæð upp að íbúðinni.
Forstofa: Komið er inn í forstofu hol með dökkum flísum á gólfi.
Eldhús: Eldhús er fallega innréttað með miklu og góðu skápaplássi. Innrétting er í U með hvítum skápum og dökkri borðplötu. Á einn vegg ná skápar frá gólfi og upp í loft með góðum tækjaskáp, bakaraofni í vinnuhæð og innbyggðum ísskáp. Í miðju er innbyggð uppþvottavél og sorpflokkun undir vaski við góðan glugga, á þriðja vegginn eru efri og neðri skápar með lýsingu undir efri skápum, góðu vinnuborði og búrskáp. Dökkar flísar eru á gólfi.
Stofa + borðstofa: Stofu rými íbúðarinnar er sérlega rúmgott og eru borðstofan og setustofan saman í tvískiptu rými að hluta með harðparketi á gólfi. Á milli stofanna er stór rennihurð svo hægt sé að stúka á milli ef þörf er á. Frá setustofunni er útgengt á vestur svalir sem snúa út á óbyggt tún og því góð yfirsýn og næði á svölunum. Auðvelt er að bæta við þriðja svefnherberginu með því að stúka af hluta af stofunni.
Baðherbergi: Baðherbergið er glæsilega innréttað með flísum á gólfi og upp á tvo af fjórum veggjum rýmisins. Hvít innrétting er undir vaski og stein borðplata. Speglaskápur er á vegg fyrir ofan vask. Handklæðaofn er á vegg. Baðkarið er 120 cm, nýtist vel fyrir yngri kynslóðina og sem djúpur sturtubotn. Góður opnanlegur gluggi.
2 x svefnherbergi: Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og eru þau bæði rúmgóð með harðparketi á gólfi. Fallegur fataskápur er veggja á milli og upp í loft með rennihurðum í hjónaherberginu og í barnaherberginu er þrefaldur innfelldur fataskápur.
Geymsla: Rúmgóð geymsla er í sameign sem fylgir íbúðinni, 9,4 m2.
Sameign: Þvotta-og þurrkherbergi og hjólageymsla.
Í sameign eru aðskilin þvottaherbergi og þurrkherbergi sem nýtast fyrir íbúðir stigagangsins (aðeins er 1 hæð niður í sameignina frá íbúðinni). Einnig er góð hjóla- og vagnageymsla.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is