Fasteignaleitin
Skráð 25. mars 2025
Deila eign
Deila

Kleppsvegur 26

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
96.8 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
72.900.000 kr.
Fermetraverð
753.099 kr./m2
Fasteignamat
63.800.000 kr.
Brunabótamat
41.450.000 kr.
Mynd af Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1962
Garður
Fasteignanúmer
2016135
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
4
Vatnslagnir
Endunýjaðar að hluta
Raflagnir
Endurnýjaðar að hluta
Frárennslislagnir
Að sögn seljanda voru skólplagnir yfirfarnar og fóðraðar 2020
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Að sögn seljanda var skipt um pappa og járn á þaki 2018 á kleppsv. 26 - 28
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðursvalir
Lóð
2,71
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Aðalfundur húsfélags Kleppsvegs 26 - 32 var haldinn þann 26.3.2025, þar sem kynnt var ástandsskýrsla sem unnin hefur verið af Hjá Ingvarssyni ehf. vegna fyrirhugaðs viðhalds á ytra byrði húss. Sjá aðalfundargerð dags. 26.03.2025.
Seljendur munu veita afslátt af kaupverði vegna framkvæmda, við afsalsuppgjör skv. hlut íbúðar þegar samþykkt tilboð liggja fyrir í verkin þó að hámarki 2.500.000. Komi til þess að kostnaður fari yfir þá tölu mun sá mismunur verða greiddur af væntanlegum kaupendum.
Eignarhlutur íbúðar í heildarhúsinu Kleppsvegur 26 - 32 er 2,71%. Áætlaður heildarkostnaður framkvæmda við viðgerðir á ytra byrði húss út frá hlut íbúðar í húsinu nemur kr. 2.104.307 skv. kostanaðaráætlun sem kynnt var á aðalfundi húsfélags þann 26.03.2025.  
Einnig eru fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir vegna stýflu í stamma Kleppsvegs 26 og frárennslislagna Kleppsvegs 28 skv. áður nefndri aðalfundargerð.
Að sögn seljanda liggur fyrir ósamþykkt kostnaðaráætlun í framkvæmdir við Kleppsveg 28 frá SÓS lögnum í það verk. skv. henni er áætlaður kostnaður íbúðar miðað við hlut íbúðar í matshluta 01 kr. 279.600 fyrir utan frágang innan íbúða. Ekki hefur verið aflað tilboðs vegna stíflu á Kleppsvegi 26.
Eignarhlutur íbúðar 01 0104 í matshluta 01 ( Kleppsvegur 26 - 28 ) er 4,66% skv. eignaskiptayfirlýsingu. 


 
Gallar
Sjá má bungu á flísum við blöndunartæki á vegg í baðkari. Seljandi lét tryggingarfélag kanna árið 2020 hvort að raki væri til staðar. Skv. tölvupósti frá TM dags. 31.3.2025 mældist enginn raki á þeim stöðum sem mældir voru.
Domusnova og Ingunn Björg lgf. kynna einstaklega fallega, sjarmerandi og vel skipulagða 4 herbergja íbúð á 1. hæð við Kleppsveg 26. Íbúðin skiptist í forstofu / hol, eldhús, þrjú svefnherbergi, stofu með svölum til suðurs og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Skv. HMS er eignin skráð 96,8 m2. Geymsla 4,7 m2. er staðsett í sameign ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu og sameiginlegu þvottahúsi.    

Að sögn seljanda hefur íbúðin og húsið verið töluvert endurnýjað á undanförnum árum:
  • 2011 Skipt um alla glugga á suðurhlíð íbúðar. 
  • 2017 Gólf flotað í öllum rýmum nema baðhergi og fataherbergi. Eldhús endurnýjað á glæsilegan hátt.
  • 2021 Lagt fallegt harðparket.
  • 2021 Hurðargöt í eldhúsi og stofu stækkuð.
  • 2021 Eldhús endurnýjað á glæsilegan hátt.
  • 2021 Skipt að mestu um tengla og rofa ásamt því að skipt var um krana og hitastilla á flestum ofnum. 
  • 2022 Settur upp nýr dyrasími. 
  • 2023  Eldvarnarhurð sett upp inn í íbúð.
  • Skipt var um pappa og járn á þaki á Kleppsvegi 26 - 28  árið 2018. Frárennslislagnir voru fóðraðar árið 2020. Suðurhlið var klædd að utan árið 2011. 4 rafhleðslustöðvar settar upp 2022. 
Staðsetning er einstaklega góð á vinsælum stað í Laugarneshverfinu. Stutt er í leik- og grunnskóla, sundlaug, líkamsrækt og alla helstu þjónustu ásamt fallegum göngu- og hjólaleiðum.  

Nánari upplýsingar veita:

Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / ingunn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Lýsing eignar:
Forstofa: Rúmgóð forstofa með harðparketi á gólfi og fataskáp. 
Eldhús: Falleg innrétting sem nýlega var endurnýjuð, Span helluborð, ofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél. Harðparket á gólfi. 
Stofa: Rúmgóð og björt stofa með útgengi út á skjólgóðar suðursvalir. 
Hjónaherbergi: Rúmgott, fataherbergi. Harðparket á gólfi.
Barnaherbergi 1: Fallegt og bjart, fataskápur, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi 2: Fallegt og bjart, harðparket á gófli.
Baðherbergi: Baðkar með sturtu, innrétting undir vaski, speglaskápar á vegg fyrir ofan vask, lakkað gólf, tengi fyrir þvottavél. 
Garður og lóð: Fallegur sameiginlegur garður er fyrir aftan hús ásamt bílastæðum með tveimur rafhleðslustöðvum. 
Geymsla: Staðsett í sameign. 
Hjóla og vagnageymsla : Er í sameign ásamt góðu þvottahúsi.
Fjórar rahleðslustöðvar eru til staðar á sameiginlegum bílastæðum. Tengi eru fyrir fjórar í viðbót. 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/06/201728.850.000 kr.40.500.000 kr.96.8 m2418.388 kr.
12/09/200717.050.000 kr.18.600.000 kr.96.8 m2192.148 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Svæðisupplýsingar

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Laugalækur 1
Opið hús:10. apríl kl 17:00-17:30
Skoða eignina Laugalækur 1
Laugalækur 1
105 Reykjavík
92.6 m2
Fjölbýlishús
312
809 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Drápuhlíð 13
Skoða eignina Drápuhlíð 13
Drápuhlíð 13
105 Reykjavík
94.2 m2
Fjölbýlishús
312
774 þ.kr./m2
72.900.000 kr.
Skoða eignina Mávahlíð 40
Skoða eignina Mávahlíð 40
Mávahlíð 40
105 Reykjavík
89.4 m2
Fjölbýlishús
312
782 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Bólstaðarhlíð 42
Bólstaðarhlíð 42
105 Reykjavík
96 m2
Fjölbýlishús
412
745 þ.kr./m2
71.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin