Fasteignaleitin
Skráð 19. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Melhagi 3

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Vesturbær-107
82.7 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.500.000 kr.
Fermetraverð
1.082.225 kr./m2
Fasteignamat
72.250.000 kr.
Brunabótamat
50.500.000 kr.
GT
Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteiganasali
Byggt 1950
Þvottahús
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2027714
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta
Raflagnir
Nýlegar og nýleg tafla
Frárennslislagnir
Nýlegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Virðist gott
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Vestursvalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun og því fellur fyrirhugað opið hús þriðjudaginn 19. ágúst niður.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta, vel skipulagða og þó nokkuð endurnýjaða 82,7 fermetra 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi og suðursvölum í góðu þríbýlishúsi á eftirsóttum stað við Melhaga í Reykjavík. 
Mjög falleg og ræktuð sameiginleg afgirt lóð til suðurs og vesturs.  Fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2026 verður kr. 78.000.000.- 

Eignin hefur verið þó nokkuð endurnýjuð á sl. 15 árum, m.a. klóaklagnir undir húsi og út í götu, raflagnir og tafla fyrir íbúðina, rafmagnstafla fyrir húsið, þakjárn, þakrennur og niðurföll o.fl. 
Mögulegt væri að flytja eldhús í hjónaherbergi (sem á teikningum ef önnur af tveimur stofum) og hafa þar með tvö svefnherbergi og samliggjandi stofur með opnu eldhúsi.


Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og rúmgóð með fataskápum.
Hol, parketlagt og rúmgott og þaðan er gengið í allar aðrar vistarverur eignarinnar.
Eldhús, flísalagt og rúmgott með góðri borðaðstöðu. Fallegar hvítar sprautulakkaðar innréttingar með flísum á milli skápa og nýrri borðplötu, nýjum vaski og blöndunartækjum og tengi fyrir uppþvottavél.
Barnaherbergi, parketlagt og rúmgott með nýjum fataskápum.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt, fataskápar og útgengi á svalir til suðurs. 
Baðherbergi, nýlega endurnýjað, flísalagt gólf með gólfhita, flísalagðir veggir, flísalögð sturta með sturtugleri, vegghengt wc, skápar og innrétting með tengi fyrir þvottavél.
Stofa, parketlögð, rúmgóð og björt með miklum og stórum gluggum. 

Í kjallara hússins eru:
Sér geymsla, undir innistiga, sem ekki er inni í fermetratölu eignarinnar, er nýmáluð.  Geymslan er um 2,5 fermetrar og birt stærð íbúðarinnar því um 85,2 fermetrar.
Sameiginlegt þvottaherbergi, með glugga og sértenglum fyrir hverja íbúð, mjög snyrtilegt. 
Sameiginlegur kyndiklefi, með glugga. 

Húsið að utan lítur vel út sem og þakjárn, þakrennur og niðurföll.  Skipt hefur verið um gler og glugga í gegnum tíðina eins og þurft hefur.
Sameign í kjallara er mjög snyrtileg og vel umgengin.
Lóðin er 335,0 fermetrar að stærð, sameiginleg með öðrum eignarhlutum hússins, mjög fallega ræktuð, afgirt og með fallegum gróðri.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum og grónum stað í Vesturbænum þaðan sem stutt er í leikskóla, barnaskóla, Háskóla Íslands, Sundlaug Vesturbæjar, Melabúðina, íþróttasvæði KR o.fl. 

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/05/202249.650.000 kr.72.700.000 kr.82.7 m2879.081 kr.
18/10/200719.060.000 kr.31.000.000 kr.82.7 m2374.848 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kaplaskjólsvegur 39
Kaplaskjólsvegur 39
107 Reykjavík
99 m2
Fjölbýlishús
514
878 þ.kr./m2
86.900.000 kr.
Skoða eignina Grandavegur 42F
DJI_0225.JPG
Skoða eignina Grandavegur 42F
Grandavegur 42F
107 Reykjavík
89.9 m2
Fjölbýlishús
221
1033 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Grandavegur 42F
DJI_0225.JPG
Skoða eignina Grandavegur 42F
Grandavegur 42F
107 Reykjavík
89.9 m2
Fjölbýlishús
221
1033 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Eiríksgata 15
Skoða eignina Eiríksgata 15
Eiríksgata 15
101 Reykjavík
98.4 m2
Fjölbýlishús
312
893 þ.kr./m2
87.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin