Fasteignaleitin
Skráð 15. sept. 2025
Deila eign
Deila

Kaplaskjólsvegur 39

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Vesturbær-107
99 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
86.900.000 kr.
Fermetraverð
877.778 kr./m2
Fasteignamat
69.900.000 kr.
Brunabótamat
47.150.000 kr.
GT
Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteiganasali
Byggt 1957
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2026254
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
4
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar
Raflagnir
Nýlegar og nýleg tafla
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Nýlega endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Suðursvalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilega og mjög mikið endurnýjaða 99,0 fermetra 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum, 4. og 5. hæð, með suðursvölum og fallegu útsýni í góðu og vel staðsettu fjölbýlishúsi við Kaplaskjólsveg í Reykjavík.
Aðkoma að húsinu er mjög góð, næg bílastæði á lóðinni og nýlega hellulögð gangstétt fyrir framan húsið er með hitalögnum undir.  Íbúðin er skráð 99,0 fermetrar að stærð, en er stærri að gólffleti þar sem rishæð er þó nokkuð undir súð og mælist gólfflötur þess því ekki allur.

Húsið að utan er nýlega viðgert og málað auk þess sem þakjárn, þakpappi og þakgluggar eru nýlega endurnýjaðir.  Nýlega voru gluggar endurnýjaðir í húsinu eins og þurfti, ofnalagnir eru nýlegar auk allra ofna á neðri hæð og nýtt mynddyrasímakerfi er í húsinu.
Klóaklaganir voru endurnýjaðar árið 2013 og neysluvatnslagnir voru endurnýjaðar árið 2024.  Raflagnir í íbúð og rafmagnstafla hafa verið endurnýjuð.

Eldhúsinnrétting og tæki og baðherbergi eru nýlega endurnýjuð. 

Lýsing eignar:

Forstofa / hol, parketlagt og með fataskápum.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, vegghengt wc., handklæðaofn, baðkar með sturtuaðstöðu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Barnaherbergi I, parketlagt og rúmgott.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með opnu fatahengi með hillum á heilum vegg.
Setustofa, parketlögð björt og rúmgóð með fallegu útsýni að Reykjanesi.
Eldhús / borðstofa, í einu stóru og björtu opnu rými með útgengi á suðursvalir með viðarklæddu gólfi og virkilega fallegu útsýni út á sjóinn og að Reykjanesi.  Nýleg stór hvít eldhúsinnrétting með kvartsteini á borði, innbyggðri uppþvottavél og innbyggðum ísskáp með frysti. Stór borðaðasta er í rýminu.

Gengið er upp á rishæð íbúðarinnar um fallegan viðarstiga úr holi.

Stigapallur, parketlagður og með veltiglugga.
Súðargeymslur, eru innaf stigapalli með miklu geymsluplássi.
Barnaherbergi II, parketlagt og með veltiglugga.
Barnaherbergi III, stórt, parketlagt með fataskápum og veltiglugga.

Í kjallara hússins eru:
Sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi með gluggum, lakkað gólf og sér tenglar fyrir hverja íbúð.
Sameiginleg hjólageymsla, með útgengi á baklóð.

Húsið að utan er nýlega viðgert og málað, gluggar hafa verið endurnýjaðir eins og þurfti og þakjárn og þakpappi eru nýlega endurnýjuð.

Lóðin er fullfrágengin með nýlega hellulögðum stéttum beggja vegna húss og eru hitalagnir undir stétt fyrir framan húsið.  Baklóðin er mjög stór með stórri tyrfðri flöt, sameiginlegum leiktækjum fyrir börn og matjurtarbeðum.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum stað í Vesturbænum þaðan sem stutt er í leikskóla, barnaskóla, Háskóla Íslands, Sundlaug Vesturbæjar, íþróttasvæði KR, Melabúðina, Kaffi Vest o.fl. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
27/12/202249.800.000 kr.70.500.000 kr.99 m2712.121 kr.
10/12/201840.650.000 kr.46.000.000 kr.99 m2464.646 kr.
30/03/201220.450.000 kr.25.000.000 kr.99 m2252.525 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Víðimelur 39
Skoða eignina Víðimelur 39
Víðimelur 39
107 Reykjavík
82.8 m2
Hæð
412
1025 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Melhagi 3
Skoða eignina Melhagi 3
Melhagi 3
107 Reykjavík
82.7 m2
Hæð
312
1082 þ.kr./m2
89.500.000 kr.
Skoða eignina Bárugrandi 11
IMG_7264 Large.jpeg
Skoða eignina Bárugrandi 11
Bárugrandi 11
107 Reykjavík
110.7 m2
Fjölbýlishús
312
749 þ.kr./m2
82.900.000 kr.
Skoða eignina Kaplaskjólsvegur 37
Ytra umhverfi
Kaplaskjólsvegur 37
107 Reykjavík
112 m2
Fjölbýlishús
514
756 þ.kr./m2
84.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin