Fasteignaleitin
Skráð 14. okt. 2024
Deila eign
Deila

Hringbraut 111

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
54.2 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
49.900.000 kr.
Fermetraverð
920.664 kr./m2
Fasteignamat
41.100.000 kr.
Brunabótamat
24.600.000 kr.
ÆÖ
Ævar Örn Jóhannsson
Löggildur fasteignasali
Byggt 1943
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2025246
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Raflagnir
Nýlegt innan íbúðar
Þak
Nýlegt
Svalir
Nei
Lóð
2,36
Upphitun
Ofnar
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Ævar Jóhanns, löggiltur fasteignasali og Domusnova kynna í einkasölu:
Hringbraut 111


Falleg og kózý tveggja herbergja íbúð. Góð eign á efstu hæð í þriggja hæða viðhaldslitlu og steinuðu fjölbýli.
Íbúðin er 54,2 fm auk sameiginlegrar þvotta- og þurrkaðstöðu í kjallara með tengi fyrir eigin þvottavél.
Rúmgóð sérgeymsla er einnig í kjallara.
Stór og skjólgóður sameiginlegur garður við suðvestur hlið.

Íbúðin er í útleigu og losnar 1. Nóvember og er því nánast laus strax!

Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit.

Nánari lýsing:
Gengið er inn í parketlagt hol af teppalögðum stigagangi.
Á hægri hönd er flísalagt eldhús með snyrtilegri innréttingu og eldavél. Flísalagt er einnig á milli efri og neðri skápa.
Rúmgott og notalegt svefnherbergi, parketlagt með góðu skápaplássi.
Baðherbergið er flísalagt á gólfi og álagsflötum. Það er útbúið með sturtu, salerni og vaskinnréttingu ásamt upphengdum speglaskáp.
Stofan er parketlögð, rúmgóð og björt.

Íbúðin er nýlega yfirfarin og mikið endurnýjuð (2017). Dregið var í nýtt rafmagn, málað, skipt um gólfefni og innréttingar.

Fjöleigninni er einnig vel viðhaldið og var tekin í gegn að utan fyrir 9 árum síðan (2015).
Ytra byrði, gluggar og þakjárn.
Nýlega er búið að setja upp mjög snyrtilega sorpaðstöðu við lóðarmörk.

Nánari upplýsingar veita:
Ævar Örn Jóhannsson löggiltur fasteignasali / s.861 8827 / aevar@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
03/10/202030.000.000 kr.33.900.000 kr.54.2 m2625.461 kr.
07/03/201720.950.000 kr.28.000.000 kr.54.2 m2516.605 kr.
03/07/201313.450.000 kr.16.000.000 kr.54.2 m2295.202 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hringbraut 119
Skoða eignina Hringbraut 119
Hringbraut 119
101 Reykjavík
51.3 m2
Fjölbýlishús
211
1012 þ.kr./m2
51.900.000 kr.
Skoða eignina Holtsgata 25
Skoða eignina Holtsgata 25
Holtsgata 25
101 Reykjavík
52.8 m2
Fjölbýlishús
211
941 þ.kr./m2
49.700.000 kr.
Skoða eignina Grensásvegur 12
Skoða eignina Grensásvegur 12
Grensásvegur 12
108 Reykjavík
51.2 m2
Fjölbýlishús
211
975 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Skoða eignina Þangbakki 8
Skoða eignina Þangbakki 8
Þangbakki 8
109 Reykjavík
68.9 m2
Fjölbýlishús
211
753 þ.kr./m2
51.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin