Lögheimili eignamiðlun kynnir vel skipulagt og bjart 4ra herb. endaraðhús á tveimur hæðum í suðurhlíðum Úlfarsárdals. Eignin er skráð í fasteignayfirliti HMS samtals 212,7 fm og er innbyggður bílskúr þar af 26,9 fm. Bjart alrými er með stórum gluggum og rúmgóðum suðursvölum með útsýni. Tvö baðherbergi og gestasnyrting. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Gólfhiti er í öllum rýmum. Viðhaldslítil álklæðning. Timburverönd í suður er með skjólveggjum og tengi fyrir heitan pott. Stórt steypt plan er með snjóbræðslukerfi og rými fyrir þrjá bíla. Húsið stendur á rólegum stað í Úlfarsárdal. Í næsta nágrenni er m.a. grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn, íþróttafélag. Stutt er í óspillta náttúruna.
Nánari upplýsingar veitir: : Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, eggert@logheimili.is
Nánari lýsing:
Efri hæð:
Gengið er inn í anddyri með fataskáp og er þaðan innangengt í bílskúr. Inn af anddyri er gangur með steyptum stiga til neðri hæðar. Gestasnyrting er með hvítum skáp undir vask, handklæðaofn og vegghengdu salerni. Björt stofa/borðstofa mynda opið og bjart alrými með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum sem snúa til suðurs. Frá stofu/borðstofu er útgengt á rúmgóðar svalir með útsýni yfir Úlfarsárdal. Eldhús er bjart og rúmgott, með fallegri hvítri innréttingu, innbyggðum tækjum frá Siemens, stórri eyju með barborði og góðu vinnu- og skápaplássi. Flísar eru á gólfum.
Neðri hæð:
Gengið er niður steyptan stiga, í gang. Hjónasvíta er með fataherbergi, sér baðherbergi með flísalagðri sturtu, handklæðaofni og vegghengdu salerni. Frá hjónaherbergi er útgengt á stóra suðurverönd. Tvö rúmgóð barnaherbergi. Í rúmgóðu baðherbergi er falleg hvít innrétting undir vask, baðkar og flísalögð sturta. Þvottaherbergi, sem er inn af baðherbergi, er með hvítri innréttingu, skolvask í vinnuborði og góðu skápaplássi. Geymsla með skolvask er á neðri hæð. Plastparket er á gólfum, nema á baðherbergjum, þvottaherbergi og geymslu þar sem eru flísar.
Bílskúr:
Innbyggður bílskúr er með rafdrifinni bílskúrshurð, opnalegum gluggum, litlu geymslulofti, epoxy á gólfi, auk þess sem útgengt er á svalir með útsýni.
Annað: Samkvæmt fasteignayfirliti HMS er efri hæð: íbúð 68,1 fm., geymsla 9,1 fm. (sem hefur ekki verið stúkuð af í bílskúr), bílskúr 26,9 fm. og neðri hæð: íbúð 108,6 fm., eða samtals 212,7 fm., byggt árið 2016. Skipulagi hefur verið breytt frá teikningu, t.d. er þvottaherbergi þar sem sauna er á teikningu og geymsla þar sem þvottaherbergi er á teikningu. Sem endaraðhús nýtur eignin aukins næðis og betra aðgengis þar sem hægt er að ganga meðfram húsinu út á verönd.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lögheimili eignamiðlun því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.