Íbúðaverð hækkar fjórða mánuðinn í röð
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði á milli mánaða í maímánuði. Hækkun á sérbýli spilar þar stóran þátt. Það heldur þó áfram að draga úr árshækkun íbúðaverðs og hefur hún ekki mælst minni síðan í október 2020. Útlit er fyrir að ró verði yfir íbúðamarkaði næsta kastið.
21 júní 2023
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka