LIND Fasteignasala & Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, kynna til sölu:
Bjarta tveggja herbergja íbúð með svölum og fallegu útsýni, á sjöundu hæð í lyftuhúsi við Asparfell 12, 111 Reykjavík.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 71,5 fm. Eignin skiptist í íbúð 66,3 fm og geymslu 5,2 fm. Íbúðin er merkt 07-08.
-Fasteignamat skv. fmr fyrir árið 2026 er 50.200.000 kr.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 772-2791 eða adda@fastlind.is
Eignin skiptist í:
Forstofu, svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi og geymslu.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: er rúmgóð með flísalögðu gólfi.
Eldhús: með svartri innréttingu og eyju með helluborði og innbyggðum bakaraofni og plássi fyrir barstóla. Með harðparketi á gólfi.
-Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara í eldhúsi.
Stofa: er samliggjandi eldhúsi, rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi.
-Útgengt er úr stofu út á svalir.
Baðherbergi: flísalagt gólf og hluti veggja. Með hvítri innréttingu með handlaug og speglaskáp fyrir ofan. Baðkar með sturtuaðstöðu og salerni.
Hjónaherbergi: rúmgott með fataskápum. Harðparket á gólfi.
Geymsla: er 5,2 fm og er staðsett í samegin í kjallara.
Sameiginlegt þvottahús fyrir sjöundu hæð er í sameign á hæðinni.
Framkvæmdir á vegum húsfélagsins Asparfell 2-12:
Farið var í framkvæmdir 2022-2023 fyrir ca. 330.000.000 kr.
-Ca. 300.000.000 kr. framkvæmdir við glugga, múr og þak, auk málunar.
-Ca. 25.000.000 kr. framkvæmdir við djúpgáma.
-Rest fór í að gera upp íbúðir sem húsfélagið á.
Asparfell 12 er vel staðsett eign þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, t.d. sundlaug, líkamsrækt og heilsugæslu.
Á jarðhæð Asparfells 10 er leikskólinn Vinaminn og Fellaskóli í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Ragnhildur Finnbogadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 772-2791 eða adda@fastlind.is
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.